VI.

Og Isarelissynir gjörðu illa hluti í augliti Drottins. Því gaf Drottinn þá undir hendur Madianitis í sjö ár. En sem hönd þeirra Madianitis var þung yfir Ísrael þá gjörði Israelisfólk sér fylsni á fjöllunum, hella og vígi til varnar. Og þegar Ísrael sáðu sér nokkru kornfæði þá komu jafnsnart Madianiter og Amalechiter og þeir úr austurálfu yfir þá og lögðu sig í mót þeim, spilltu og fordjörfuðu landsins ávöxtu allt til Gasa so að Ísrael hélt öngri björg eftir, hverki nautum né sauðum né ausnum. Því að þeir drógu upp með allar sínar hjarðir og sínar tjaldbúðir, svo til að jafna sem mikill fjöldi engisprettna so að bæði þeir og þeirra úlfaldar voru óteljanlegir, og féllu inn í landið og fordjörfuðu það. So varð Ísrael mjög undirþrykktur af þeim Madianitis. Þá kölluðu Ísraelssynir til Drottins.

En sem þeir kölluðu nú til Guðs sökum þyngsla þeirra Madianitis þá sendi Guð Drottinn einn spámann til þeirra. Hann sagði til þeirra: „Svo segir Drottinn Guð Ísrael: Sjáið, eg færða yður af Egyptalandi og leiddi yður af því þrældómshúsi og frelsaði yður af egypskra hendi og frá öllum þeim sem yður þvinguðu og eg afmáði þá fyrir yður og gaf yður þeirra land. Og eg sagða til yðar: Eg er Drottinn yðar Guð, óttist ekki þá Amoritis guði í hverra landi þér búið. En þér hafið ekki hlýtt minni raust.“

Og engill Drottins kom og setti sig undir eina eik í Ofra hver að tilheyrði Jóas föður Esriters og hans son Gideon var að berja hveiti af hálmi svo hann mætti flýja fyrir hernaði Madianites. [ Þá birtist Guðs engill honum og sagði til hans: „Drottinn sé með þér, þú inn styrkvasti kappi.“ En Gideon svaraði honum: „Minn herra, sé Drottinn með oss því hendir oss þá allt þetta? Og hvar eru þær allar dásemdir sem vorir forfeður framtöldu oss og sögðu: Drottinn hefur fært oss af Egyptalandi? En nú hefur hann yfirgefið oss og gefið oss undir hendur þeirra Madianitis.“

Þá sneri Drottinn sér til hans og sagði: „Far í þessum þínum styrkleika. Þú skalt frelsa Ísrael af höndum þeirra Madianitarum. Sjá þú, eg hefi útsent þig.“ [ En hann svaraði: „Minn herra, með hverju skal eg frelsa Ísrael? Sjá, mín ætt er sú hin minnsta á meðal Manasse og eg er þann minnsti í míns föðurs húsi.“ Drottinn sagði til hans: „Eg vil vera með þér so þú skalt slá þá Madianites so sem einn mann.“ Þá svaraði Gideon: „Hafi eg fundið náð fyrir þínu augliti þá gef mér eitt teikn að þú ert hann sem talar við mig. Far ekki í burt fyrr en eg kem til þín og ber mitt matoffur so eg setji það fyrir þig.“ [ Hann svaraði: „Eg vil bíða þar til þú kemur aftur.“

Og Gideon fór og slátraði einu hafurkiði og tók eina efa með ósýrt mjöl og lagði kjötið í eina körf og hellti soðinu í einn pott og bar þetta til hans út undir það sama eikitré og gekk fram. Þá sagði Guðs engill til hans: „Tak kjötið og það ósýrða brauð og legg það upp á þenann stein sem hér er og steyp út soðinu.“ Og hann gjörði svo. Þá útrétti Guðs engill þann staf sem hann hafði í hendinni og snart kjötið og kom við það með stafsendanum og so það ósýrða mjölið. Og þegar spratt upp eldur af steininum og uppbrenndi kjötið og það ósýrða mjöl. Og Guðs engill hvarf eftir það frá hans augum.

Sem Gideon fornam þá að það var Guðs engill sagði hann: „Drottinn, Drottinn, hefi eg so séð herrans engil frá andliti til andlitis!“ Þá sagði Drottinn til hans: „Friður veri með þér. Óttast þú ekki, eigi skalt þú deyja.“ Þá byggði Gideon Drottni eitt altari í þeim sama stað og kallaði það „Drottinn friðarins“ og það stendur enn á þessum degi í Ofra sem heyrði til föður Esriter.

Og á þeirri sömu nótt sagði Drottinn til hans: „Tak einn uxa af þínum föðurs uxum og einn annan uxa, sjö ára gamlan, og brjót niður það Baalsaltari sem er þíns föðurs og afhögg þann lund sem þar er hjá og uppbygg Drottni Guði þínum eitt steinsaltari upp á hæð þessa og tilbú það. Tak síðan annan uxann og offra brennioffri með viðnum af þeim lundi sem þú upphjóst.“ Þá tók Gideon tíu menn af sínum þénörum og gjörði so sem Drottinn hafði boðið honum. En hann þorði eigi að gjöra soddan um daginn sökum síns föðurs húss og sökum fólksins í staðnum og gjörði þetta á náttartíma.

Þá staðarins fólk stóð nú árla upp um morguninn, sjá, þá var Baalsaltari niður brotið og lundurinn þar hjá upphöggvinn og sá annar uxi var lagður til eins brennioffurs á altarinu sem uppbyggt var. [ Og hver sagði til annars: „Hver mun þetta hafa gjört?“ En sem þeir rannsökuðu og eftirspurðu þá var sagt: „Gideon son Jóas hefur gjört það.“ Þá sagði fólkið í staðnum til Jóas: „Sel þinn son fram og lát hann koma fyrir oss, hann skal deyja af því hann hefur niðurbrotið Baalsaltari og afhöggvið lundinn þar hjá.“ Þá sagði Jóas til allra þeirra sem þar stóðu hjá honum: „Vilji þér þrátta vegna Baal? Vilji þér hjálpa honum? Hver sem reisir þrætur hans vegna sá skal deyja þennan morgun. Sé hann Guð þá hefni hann sjálfur sín að hans altari er niður brotið.“ Upp frá þeim degi kölluðu menn hann Jerúbbaal og sögðu: „Baal hefni sín sjálfur að hans altari er niður brotið.“ [

Nú sem allir Madianiter og Amalechiter og þeir af austurálfunni höfðu samansafnast og drógu fram og slógu upp sínar tjaldbúðir og lögðu sig í Jesreeldal þá íklæddist Guðs andi Gideon. [ Hann þeytir sína herlúðra og stefnir til sín (húsi) Abíeser að hann skyldi fylgja honum. Og hann sendi boð til alls Manasses og kallaði þá að þeir skyldu honum eftirfylgja. Hann sendi og boð til Asser og Sebúlon og Neftalí að þeir kæmi í mót honum.

Þá sagði Gideon til Guðs: „Ef þú vilt frelsa Ísrael fyrir mína hönd svo sem þú hefur sagt þá vil eg leggja eitt ullarreyfi í lauagarðinn og komi alleinasta dögg á reyfið en öll jörðin er þurr í kring þá vil eg merkja að þú vilt frelsa Ísrael fyrir mína hönd svo sem þú hefur sagt.“ [ Og það skeði svo. Og um morguninn þess annars dags þegar árla sem hann uppstóð gekk hann þangað sem reyfið lá og vatt fulla skál með vatn þar af. Og Gideon mælti við Guð: „Bið eg, Drottinn, að eigi reiðist þú mér þó eg gjöri raun til í annað sinn með þetta reyfi. Lát nú reyfið alleinasta þurrt vera en jörðina vota allt um kring.“ Og Guð gjörði svo á þeirri sömu nótt að reyfið var þurrt en jörðin alvot alla vegna allt um kring.