II.

En þar voru falsspámenn meðal fólksins. So munu og einnin meðal yðar verða lygisamir lærendur sem jafnframt innleiða munu háskasamlegar tvídrægnir og afneita Drottni þeim sem þá hefur endurkeypt og munu yfir sjálfa sig leiða snöggva glatan. Og margir munu eftirfylgja þeirra glatan, fyrir hverja sannleiksvegurinn mun lastaður verða. Og fyrir ágirnd upploginna orða munu þeir á yður græða, hverra dómsáfelli þegar fyrir löngu mun eigi þrotna og þeirra fyrirdæming sefur eigi.

Því ef Guð hefur eigi þyrmt englunum þeim sem syndguðust heldur hefur steypt þeim meður hlekkjum myrkranna til helvítis og ofurgefið það þeir til dómsins varðveittust og hefur eigi þyrmt hinni fornu veröld heldur varðveitti Nóa, þann réttlætisprédikara, sjálfan áttunda, og innleidi so flóðið yfir veröld hinna ómildra og hefur borgirnar Sodome og Gomorre að ösku gjört, umturnað og fordæmt, setjandi þar með þeim ómildum eftirdæmi sem seinna meir koma mundu og frelsaði hinn réttláta Lot, hverjum sá skammsamlegur lýður alla meinsemd gjörði því að meður þeirra saurljótu líferni (með því hann var réttlátur og byggði á meðal þeirra so að hann hlaut að sjá það og heyra) þá kvöldu þeir daglegana réttláta sálu meður þeirra ranglátum verkum. [ Drottinn kann þá guðhræddu úr freistninni að frelsa en hina ranglátu að varðveita til kvalanna á dag dómsins.

En einna mest þá sem holdinu eftirfylgja og saurugum girndum og herradóminn forsmá, eru driftugir, sérgóðir, ei ægjandi tignarvaldið að lasta sem þó englarnir, þeir eð meira mátt og kraft hafa eigi borið geta þann löstunardóm í gegn sér af Drottni. [ En þeir eru líka sem skynlaus kvikindi hver af náttúru eru þar til alin það þau veidd og slátruð verði. Þeir lasta það hvað þeir ekkert af vita og munu svo fyrirfarast í sínu fordjarfanlegu athæfi og ranglætisins verðlaun þar af hljóta.

Þeir halda fyrir sælgæti daglegar kræsingar, þeir eru óþekkt og flekkanir, bramla af yðar ölmösu í sínum afvegum og rússíera út af yðru, hafa augun full hórdóma og að syndgast kunna þeir ekki að linna og ginna að sér staðlitlar sálir, hafa gegnumsmogið hjarta af ágirni, bölvanarsynir, yfirgefandi réttan veg og fara villir, eftirfylgja vegi Balaam sonar Bósor, hver að elskaði verðlaun ranglætisins, en hann hafði straffan sinnar yfirtroðningar sem var að það hið mállausa klyfbærilega dýr talaði mannlegri raust og aftraði so spámannsins fávisku. [

Þeir eru brunnar án vats og ský af vindi drifin, hverjum að varðveitist myrkvanna þoka að eilífu. Því að þeir tala drambsöm orð hégiljunnar og teyga fyrir munaðsemi til holdlegra girnda, þá hina sem réttilega umflýðir voru og nú vegarvillir ganga og heita þeim frelsi sem þeir eru þó sjálfir fortöpunarinnar þrælar. Því af hverjum sem nokkur er yfirunninn þess þjón er hann vorðinn. Því fyrst þeir eru umflýðir saurindi veraldarinnar fyrir viðurkenning Drottins og lausnarans Jesú Christi en verða síðan í hið sama vafðir og yfirunnir þá er hjá þeim það síðara orðið verra hinu fyrra. Því að betra væri þeim það að þeir hefðu ekki þekkt réttlætisins götu en það þeir þekki hana og umvendi sér í frá því heilaga boðorði sem þeim er gefið. Sannlega hendir þá það hvað í sönnum orðskviði plagar að segjast að: „Hundurinn er aftur horfinn til sinnar spýju“ og: „Þvegið svín veltir sér aftur í sömu saur.“ [