IIII.

Og Gorgias tók til sín fimm þúshundruð manns og þúsund riddara hina bestu og fór heimuglega um nóttina bur ttil herbúða Gyðinga viljandi yfirfalla þá óvarlega. [ Og nokkrir af þeim sem kastalann höfðu inni haft hann að varðveita þeir fylgdu þessu liði. En Júdas var fyrri uppi og hans besta lið að hann kæmi fyrri og félli yfir óvinina og hann sló þá á meðan þeir lágu so dreift hér og hvar.

Þá Gorgías kom nú í herbúðir Júda fann hann þar öngvan. Þá fór hann eftir þeim á fjallið og meinti að þeir hefði flúið fyrir honum. En Júdas flýtti sér so að hann kæmist snemma morguns á sléttlendið með þrjár þúsundir manna þeir eð þó öngvar brynjur höfðu, utan aðeins sín klæði og sverð. Þá þeir sáu nú að óvinir voru vel brynjaðir og höfðu sterka fylking riddaraliðs og voru réttir stríðsmenn þá sagði Júdas til sinna manna: „Hræðis ekki þennan mikla mannfjölda og skelfist ekki fyrir þeirra magt. Minnist á það hvernin vorir feður voru frelsaðir í því Rauða hafi þá faraó fór eftir þeim með miklu herliði. Köllum til himinsins, þá mun Drottinn verða oss líknsamur og minnast á þann sáttmála sem hann gjörði við feður vora og hann mun afmá óvini vora fyrir vorum augum. [ Og allir heiðingjar skulu formerkja að Guð er sá sem annast Ísrael, hjálpar og frelsar.“

Þegar heiðingjarnir sáu nú að Júdas kom í móti þeim þá fóru þeir og úr herbúðunum til móts við Judam. En Júdas lét blása í herlúðra og féll yfir óvinina og heiðingjar urðu slegnir á flótta so að þeir flýðu yfir um sléttlendið og þeir sem seinastir voru urðu í gegnum lagðir. [ Því að Júdas rak flóttann allt til Assermót og til Edómsvallar í mót Asdód og Jamnía. Og þar féllu nærri þrjár þúsundir manna,.

En þá Júdas kom aftur bauð hann sínu liði og sagði: „Þér skuluð ekki herfang taka því að vér eigum enn nú eina orostu eftir. Gorgias og hans lið er fyrir oss á fjöllunum. Þar fyrir farið með fylktu liði og verjið yður. Eftir það þá að þér hafið óvinina slegið þá megi þér taka herfangið óhræddir og að háskalausu.“

Þá Júdas talaði þetta lét sig í ljós ein fylking á fjallinu. Og Gorgias sá að hans lið var fallið og herbúðirnar voru uppbrenndar. Því að hann sá reykinn hvar af hann merkti hvað í hafði gjörst. Þar til sá hann Judam og hans stríðsfólk á vígvellinum búið til bardaga. Af þessu skelfdist Gorgias mjög og flýði í heiðingjanna land. So sneri Júdas aftur að ræna herbúðirnar og hann fékk þar mikið herfang, mikið gull og silfur, silki og purpura og stórmikið fé. Eftir þetta fóru þeir heim, þakkandi og lofandi Guð með söng og sögðu: „Þakkir gjörið Drottni það hann er góður og hans miskunnsemi varir að eilífu. Á þessum degi fékk Ísrael dýrðlegan sigur.“ [

En heiðingjarnir þeir sem undan höfðu komist þeir komu til Lysia og sögðu honum hversu þeim hafði gengið. Þá Lýsías heyrði þetta varð hann mjög hryggur af því að þetta hafði ekki tekist so sem kóngurinn hafði bífalað. Þar fyrir safnaði Lýsías liði miklu að nýju til eftirkomandi árs, sextígir þúshundir fótgönguliðs og fimm þúshundir riddara, til að afmá Gyðinga. [ Þetta lið reisti í Idumeam og setti sínar herbúðir hjá Bet Súra. Þangað kom og Júdas með tíu þúshundruð manna.

En er hann sá að óvinir höfðu so stórmikinn her þá baðst hann fyrir og sagði: [ „Lofaður sér þú, Ísraels frelsari, þú sem fyrir hönd þíns þénara Davíðs hefur slegið þann stóra risa og hefur heilan her heiðingjanna gefið í hendur Jonathe Saulsonar og hans þénara. Eg bið þig að þú vildir þessa vora óvini einnin gefa í hendur þínu fólki Ísrael so að þeir með sinni magt verði skammaðir. Gef þeim eitt hrætt og blautt hjarta, slá þeim niður með sverði þeirra sem þig elska so að allir lofi og prísi þig sem viðurkenna þitt nafn.“ Því næst féll hann yfir óvinina. Og Lýsías missti nær fimm þúshundir manna. [

En sem Lýsías sá sitt lið flýja og að Gyðingar voru óskelfdir og að þeir voru reiðubúnir bæði ærlega að lifa og ærlega að deyja þá reisti hann ofan til Antiochiam að safna liði að nýju og draga enn með meira liði í móti Gyðingum.

En Júdas og hans bræður sögðu: „Fyrst að vorir óvinir eru á flótta reknir þá látum oss fara upp og hreinsa helgidóminn aftur.“ [ Þar fyrir kom allt stríðsfólkið til samans og fóru hver með öðrum upp á fjallið Síon. Og þá þeir sáu hvernin helgidómurinn var í eyði, altarið saurgað, portin uppbrennd og flöturinn þar um kring með grasi vaxinn so sem skógur eður hæð og að prestanna kapellur voru niðurfallnar, þá sundurrifu þeir sín klæði og báru sig mjög hörmulega, dreifðu ösku yfir sín höfuð, féllu fram á sínar ásjónur, blésu í básunur og hrópuðu upp í himininn.

Og Júdas útvaldi einn flokk til að hamla óvinunum í kastalanum so að þeir félli ei út á meðan hann lét hreinsa helgidóminn. Og hann tók þá kennimenn til sín sem ekki höfðu saurgað sig heldur höfðu staðfastir staðið í lögmálinu. Þessir hreinsuðu helgidóminn og burt báru svívirðingarnar og þá óhreinu steina í einn óvígðan stað.

Og með því að brennifórnaaltarið var saurgað þá héldu þeir ráð hvernin þeir skyldu þar með fara. Og þeir fundu eitt gott ráð, einkum þetta: Að það skyldi með öllu niðurbrjótast svo að þar kæmi ei hneykslan af með því að heiðingjarnir höfðu saurgað það. Því varð það með öllu niðurbrotið. Og þeir geymdu þessa steina á fjallinu við húsið í einum sérlegum stað þar til að einhver spámaður kæmi sem þeim segði hvað þeir skyldu þar með gjöra. En þeir tóku aðra nýja, óhöggna steina so sem lögmálið kennir og uppbyggðu eitt nýtt altari líka svo sem hið fyrra hafði verið. [ Og þeir byggðu helgidóminn upp aftur og sætin og kennimanna kapellur í húsinu. Og þeir létu smíða ný heilög ker, þann gulllega ljósastjakann, veifunaraltarið og borðið og settu þetta aftur í musterið. Og þeir gáfu reykelsið á altarið og tendruðu lampana á ljósastjakanum að þeir skyldu lýsa í musterinu. Þeir lögðu og brauð á borðið og uppfestu fortjaldið og bjuggu til allt musterið að nýju.

Og á þeim tuttugasta og fimmta degi hins níunda mánaðar sem kallast kaslev, á því hundraðasta fertugasta og áttunda ári, stóðu þeir árla upp og fórnfærðu að nýju eftir lögmálinu yfir brennifórnaaltarið. [ Þetta var það fyrsta offur síðan að heiðingjar höfðu saurgað helgidóminn. Og þetta offur uppbyrjaðist að nýju með lofsöngvum, hljóðpípum, hörpum og cymbalis. Og allt fólk féll fram á sínar ásjónur, tilbiðjandi og lofandi Drottin á himnum, hver eð þeim hafði gefið farsæld og sigur. Og þeir héldu hátíð hins nýja altaris í átta daga og fórnfærðu þar á brennifórnir og þakklætisfórnir með fagnaði. Og þeir prýddu musterið með forgylltum krönsum og skjöldum og gjörðu nýjar dyr og kapellur. Og stór mikill fögnuður var með fólkinu að sú smán var frá þeim tekin hverja heiðingjar höfðu þeim upp á lagt. Og Júdas og hans bræður og allt fólkið samtóku með sér að menn skyldu árlega frá þeim fimmta og tuttugasta degi mánaðarins [ kaslev halda hátíð hins nýja altaris átta daga í samt með fögnuði og þakkargjörð.

Og þeir uppbyggðu sterka múrveggi og turna í kringum helgidóminn upp á Síonsfjalli so að heiðingjar skyldu ekki inntaka og eyðileggja helgidóminn so sem fyrr. Júdas setti til stríðsfólk það sem helgidóminn skyldi varðveita. Hann gjörði og Bet Súra sterka so að fólkið hefði eitt styrkt vígi í móti Idumea hvar þeir kunni að halda sig og verjast. [