V.

Davíðssálmur fyrir að syngja yfir arfinum

Heyr þú, Drottinn, mín orð og hugleið mitt ákall.

Hygg að kveinstafan minnar bænar, minn konungur og minn Guð, því að til þín vil eg biðja.

Drottinn, árla þá heyr þú mína raust, árla vil eg fyrir þér standa og merkja það.

Því að þú ert ekki sá Guð þeim eð óguðlegt athæfi líkar, þú hefur að hatri alla illgjörðamenn.

Þú lætur þá lygimælendur alla fyrirfarast, Drottinn hefur og styggð við þeim sem falsfullir og blóðgjarnir eru.

En eg vil í trausti þinnar miklu miskunnar innganga í þitt hús og tilbiðja fyrir þínu heilögu musteri í þínum ótta.

Leið þú mig, Drottinn, í þínu réttlæti fyrir minna óvina sakir, gjör þú þinn veg greiðan fyrir mér.

Því að í þeirra munni er ekkert [ sannlegt, þeirra hið innra er hjartans angur, þeirra barki er ein víðopin gröf, með sínum tungum handtéra þeir sviksamlega.

Lát þú, Guð, dóm á þá ganga svo þeir falli í frá sínum ásetningi, rek þá út fyrir þeirra mikilla misgjörða sakir því að þeir eru þér þverbrotnir.

Lát þá alla gleðjast mega sem treysta upp á þig, eilíflega lát þú þá fagna því að þú verndar þá og lát þá glaða vera í þér sem þitt nafn elska.

Því að þú, Drottinn, blessar þá hina réttlátu, þú kórónar þá með góðfýsi svo sem með skildi einum.