Prophetinn Jónas

I.

Og orð Drottins skeði til Jónas Amitaísonar og sagði: „Stattu upp og gakk í þann stóra stað Ninivem og prédika þú í honum það þeirra illska er uppkomin fyrir mig.“ En Jónas stóð upp og flýði frá augliti Drottins og vildi yfir um sjóinn og hann fór ofan til Jafó. Og hann fann þar eitt skip hvert eð yfir sjóinn fara vildi og hann gaf skipherranum flutningspeninga og sté á skip að hann færi með þeim yfir um sjóinn frá Drottni.

Þá lét Drottinn koma einn mikinn storm yfir sjóinn og þar varð ofurveður mikið á sjónum so skipverjarnir ætluðu að skipið mundi í sundurbrotna. Og skipmennirnir voru hræddir og hver og einn kallaði á sinn guð og köstuðu farminum af skipinu í sjóinn svo að skipið skyldi léttast. En Jónas var genginn ofan í skipið, lá og svaf. Þá gekk skipherrann til hans og sagði: „Því sefur þú? Stattu upp og kalla á þinn Guð ef verða mætti að Guð vilji hugsa til vor so vér ekki forgöngum.“

Og hver sagði til annars: „Komið og göngum í hlutfall svo vér mættum vita hvers skuld að það er að oss gengur so illa.“ Og sem þeir hlutuðust um þá féll hlutfallið yfir Jonam. Þá sögðu þeir til hans: „Seg þú oss, hvað kemur til þess að oss gengur so illa? Hvert er þitt erindi og hvaðan komstu? Af hverju landi ertu? Frá hverju fólki ertu?“ Hann sagði til þeirra: „Eg er einn ebreskur maður og eg óttast Drottin Guð af himnum, hver eð skapaði bæði sjó og land.“ Þá óttuðust mennirnir mjög og sögðu til hans: „Því hefur þú svoddan gjört?“ Því þeir vissu að hann flúði frá Drottni af því hann hafði sagt þeim það.

Þá sögðu þeir til hans: „Hvað skulum vér þá gjöra þér so að sjórinn megi stillast fyrir oss?“ Því að stórsjórinn var ógurlegur. Hann sagði til þeirra: „Takið mig og kastið mér út í sjóinn. Svo mun hafið sefast. Því eg veit að slíkur stormur kekmur fyrir mínar sakir yfir yður.“ Og mennirnir neyttu orku svo að þeir kæmist aftur til lands. En þeir gátu það ekki því að sjórinn og vindurinn voru í móti þeim. Þá kölluðu þeir til Drottins og sögðu: „Ó Drottinn, lát oss ei fordjarfast fyrir þessa manns sál og reikna þú oss ekki til saklaust blóð því að þú, Drottinn, gjörir so sem þér líst.“

Og þeir tóku Jonam og köstuðu honum í sjóinn og jafnsnart varð sjórinn kyrr. Og mennirnir óttuðust Drottin harla mjög og færðu Drottni fórnir og áheit. En Drottinn setti til einn stóran hvalfisk að svelgja Jonam. Og Jónas var í fisksins kviði þrjá daga og þrjár nætur. [