XXXV.

En sú eyðimörkin og óbyggðin mun lystileg vera og sléttlendið mun gleðilegt standa og blómgast líka sem liljugras, það mun blómgast og gleðilegt standa í alls kyns frygð og fögnuði. [ Því að dýrðin Libani er því gefin og prýðin Karmels og Saron, þeir sjá þá dýrðarvegsemd Drottins, þá feurðarprýðina vors Guðs.

Styrkið lúnar hendur og endurlífgið þau veikluðu knén. Segið þeim efablöndnum hjörtum: „Verið hughraustir í huganum og verið ei óttaslegnir. Sjáið að yðvar Guð kemur að hefna, Guð sá eð endurgeldur, hann kemur og hjálpar yður.“ [ Þá munu augu blindra upplúkast og eyrun daufra opnuð verða. [ Þá mun hinn halti upp stökkva sem hjörtur og tungan hins mállausa mun lofsyngja. Því að þar munu vatsrásir í eyðimörkinni hingað og þangað fljóta og vatslækirnir um sléttlendið og hvar eð áður hefur verið hörð grund þar skulu nú stöðuvötn vera og hvar eð þurrlendið hefur verið þar skulu uppsprettubrunnar vera. Þar eð áður fyrri hafa höggormar legið þar skal gras, rör og stör standa. Og þar mun braut og [ vegur vera hver eð kallast mun sá hinn heilagi vegurinn, þar enginn saurugur mun upp á ganga. Og sá hinn sami mun vera fyrir þá inu sömu so að þeir gangi þar upp á so það einnin hinir fávísu kunni ekki að villast. Þar mun ekkert león vera og ekkert illskudýr mun þar upp á ganga né þar fundið verða heldur mun þar frí og uggalaust ganga mega. Þeir hinir endurkeyptu Drottins munu aftur snúa og til Síon koma með lofsöngum. Eilíf gleði mun vera yfir þeirra höfðum, gleði og fögnuð munu þeir höndla en hryggð og sorg mun hljóta í burt að víkja.