XV.

Sæll er sá maður sem jafnan með Guðs orði umgengur og það sama útleggur og kennir, sá er það stundar af hjarta og lærir það af grundvelli að skilja og jafnan eftir viskunni framar meir fregnar og stillir eftir henni hvert sem hann gengur og gægist inn um hennar glugga og hlustar til fyrir hennar dyrum, leitar herbergis hart nær hennar húsi og reisir upp sína tjaldbúð við hennar vegg og er það honum gott herbergi. [ Hann flytur og undir hennar þekju sín börn og blífur í hennar laufskála. Þar undir verður hann fyrir hitanum verndaður og það er honum heiðursamleg byggð.

Soddan gjörir enginn nema sá er óttast Drottin og hver sér heldur að Guðs orði sá mun hana finna. Og hún mun koma í móti honum so sem móðir og meðtaka hann eins sem ung brúður. Hún mun fæða hann með brauði skilningsins og gefa honum að drekka af viskunnar vatni. Þar af mun hann styrkur verða so hann kann stöðugt að standa og hún mun sér að honum halda so hann verði ekki sneyptur. Hún mun hefja hann yfir sína náunga og hans munní söfnuðinum upplúka. Hún mun kóróna hann með fögnuði og unaðsemd og bígáfa hann með eilífu nafni.

En heimskir menn finna hana ekki og óguðrækir menn fá ekki að sjá hana. Því að hún er langt frá dramblátum og hræsnismenn vita ekki af henni.

Óguðrækinn maður kann ekki neitt rétt að kenna því að það kemur ekki af Guði. Því að til rétts lærdóms heyrir viska, so gefur Guð þar náð til.

Þú þarft ekki að segja: [ „Hafi eg rangt kennt þá hefur Guð það gjört.“ Því að hvað sem hann hatar það skyldir þú ekki gjöra. Þú þarft ekki að segja: „Hafi eg rangt kennt so hefur hann svikið mig“ því hann er einkis óguðrækins við. Því að Drottinn hatar alla skúrgoðavillu og hver hann elskar sá forðast hana.

Hann hefur skapað manninn að upphafi og gefið honum kjör. Viljir þú, so haltu boðorðin og gjör það sem honum líkar af réttum trúnaði. Hann hefur vatn og eld fram fyrir þig sett. Tak til hvers sem þú vilt. Maðurinn hefur fyrir sér dauðann og lífið og hvert er hann vill það verður honum gefið. [ Því að vísdómur Guðs er mikill og máttugur og sér alla hluti og hans augu líta á þá sem hann óttast og hann veit vel hvað rétt er gjört eða hvað hræsni er. Öngvum býður hann óguðrækum að vera og öngvum leyfir hann synd að drýgja.