XII.

Svo gleð þig, ungmenni, í þinni æsku og lát þitt hjarta vera glatt á þínum ungdómsdögum. Gjör hvað þitt hjarta lystir og hvað þínum augum þóknast og vit það að Guð skal færa þig til dómsins fyrir allt þetta. Láttu sorgina vera langt frá þínu hjarta og tak það hið vonda frá þínu lífi því bernskan og ungdómurinn er hégómi. Minnst þú á þinn skapara í þínum ungdómi áður en þeir vondu dagarnir koma og árin nálgast að þú segir: Það þóknast mér ekki, áður en sólin, tunglið og stjörnurnar verða myrkvar og skýin koma aftur eftir regnið, á [ þeirri tíð þá vaktararnir í húsinu skelfast og þeir sterku verða beygðir og mylnurnar standa tómar því þær eru orðnar svo fár og sýnin er myrk í gegnum gluggana og dyrnar á strætunum blífa tilluktar og raust kvernmalarakvinnunnar er lítil og hún uppvaknar nær fuglinn syngur og allar dætur söngvaranna beygja sig og þeir hávu óttast og hræðast á veginum, nær mandeltréð blómgast og grashoppurnar þyngjast og öll lystingin forgengur (því að maðurinn fer þangað sem hann skal vera ævinlega og þeir eð harmagrátana þylja ganga um kring á strætunum), áður en silfursnúran í burt brestur og sú gullkeldan framhleypur og þær vatsskjólurnar lestast hjá brunnunum og hjólin í sundurbrotna yfir brunnunum. Því að duftið hlýtur að verða aftur að moldu sem það áður var en lífið og andinn kemur aftur til Guðs þess sem hann gaf. [

Það er allt saman mjög hégómlegt, segir prédikarinn, allt er það hégómi. Þessi sami prédikari var ekki alleinasta hygginn heldur kenndi hann fólkinu góðar kenningar og hann athugaði og rannsakaði og samsetti mörg spakmæli. Hann leitaði við að hann gæti fundið þakknæmileg orð og mætti svo skrifa orðin sannleiksins réttilega.

Þessi spakmæli eru svo sem broddar og naglar, skrifuð af meistara safnaðarins og útgefin af einum hirðir. Vara þig, minn son, fyrir hinum öðrum því þar er enginn skortur á þeim sem bækur gjöra en mikil prédikun gjörir líkamann þreyttan.

En látum oss heyra innihald alls lærdómsins: [ Óttast Guð og hald hans boðorð því það er skyldugt öllum mönnum því að Guð mun alla gjörninga framleiða fyrir dóminn þá sem eru fólgnir, hvert sem þeir eru heldur vondir eða góðir.

Endir á prédikan Salomonis