XXXI.

Þessi eru orð Lamúel kóngs, sú kenning er móðir hans kenndi honum: [

Heyr, minn hinn útvaldi, þú sonur míns kviðar, heyr, minn elskulegur sonur:

Fá þú ekki konunum þitt megn og gakk þú ekki þann veg sem kóngarnir fordjarfast á. Ekki kónginum, Lamúel, gef ekki kónginum vín að drekka né sterkan drykk höfðingjunum so að þeir drekki og gleymi réttindinum og snúi sök aumra manna.

Gef þeim sterkan drykk eð fyrirfarast skulu og vín syrgjundum sálum svo þeir drekki og gleymi eymd sinni og hugsi ekki til sinnar óhamingju.

Lúk upp þinn munn fyrir mállausa og fyrir allra þeirra skuld sem fyrirlátnir eru.

Upplúk þínum munni og dæm rétt og hefn aumra og fátækra.

Hver hann fær eina dyggðuga konu, hún er mikið betri dýrðlegum gimsteinum. [ Hjarta hennar manns má henni treysta og viðværi mun hann ekki vanta. Hún gjörir hönum gott en ekki vont alla sína lífdaga.

Hún handtérar ull og lín og erfiðar gjarna með sínum höndum.

Hún er líka sem það kaupfar er flytur sín þarfindi frá fjarlægum löndum.

Hún stendur upp um nætur og gefur sínum hjúum fæðslu og sínum ambáttum að eta.

Hún hugsar um nokkurn akur og kaupir hann og plantar einn víngarð af sínum handaávexti.

Hún [ gyrðir sínar lendar og styrkir sína armleggi.

Hún vaktar hvernin að gagn gjöri hennar sýslan. Hennar skriðljós slokknar ekki [ á nóttinni.

Hún réttir sína hönd til spunans og fingur hennar fara með snælduna.

Hún útréttir sína hönd fátækum og lýkur upp sína hönd þurftugum.

Hún er óhrædd um sitt hús fyrir kuldanum því öll hennar hjú hafa tvenn klæði.

Hún gjörir sjálfri sér ábreiðslu, hvítt silki og purpuri eru hennar klæðnaður.

Nafnfrægur er hennar maður í borgarhliðönum þá hann situr hjá öldungum landsins.

Hún gjörir einn kyrtil og selur hann, kramaranum gefur hún smyrsl.

Hennar prýði er það að hún er hreinferðug og ástundunarsöm, þar eftir mun hún fagna.

Hún lýkur upp sinn [ munn með vísdómi og á hennar tungu er heilnæmur lærdómur.

Hún skoðar hvernin að framfer í sínu húsi og etur ekki sitt brauð með iðjuleysi.

Synir hennar vaxa upp og segja hana sæla vera og hennar maður lofar hana:

„Margar dætur samansafna auðæfum en þú ert þeim öllum framar.“

Fríðleiki og fegurð er ekki vert, eina guðhrædda konu skulu menn lofa.

Hún mun verða víðfræg af ávexti sinna handa og verk hennar munu lofa hana í borgarhliðunum.

Hér endar orðskviðu Salomonis