CXX.

Lofsöngur í hákornum.

Eg kalla til Drottins í minni neyð og hann bænheyrir mig.

Drottinn, frelsa þú mína sálu í frá þeim lygigjörnu munnsins vörum og í frá þeim fölskum tungum.

Hvað kann þér sú falskleg tunga að gjöra og hverju fær hún til vegar komið?

Hún er svo sem hárhvasst skeyti hins volduga, líka sem eldur í einum [ einberjaviði.

Aví mig, það eg em framandi í bland Mesek og hlýt að byggja meðal tjaldbúða Kedar!

Það mun sálu minni helst til langt þykja að byggja hjá þeim sem friðinn hata.

Eg em friðsamur en nær eð eg tala þá hefja þeir upp ófrið.