VII.

Á meðan vér höfum nú þvílík fyrirheit, kærustu vinir, þá förum til og hreinsum oss af allri saurgan holdsins og andans og áfram förum meður helguninni í guðhræðslu. Höndlið oss. Öngvum gjörðum vér mein, öngvum gjöru vér skaða, öngvan drógu vér á tálar. Þetta segi eg ekki yður til fordæmingar. Því að eg hefi áður sagt það þér eruð í voru hjarta samt til að deyja með og að lifa með. Glaður tala eg við yður: Mörgum hrósa eg af yður, uppfylltur em eg huggunar, yfirgnæfanlegur er eg í fögnuði í allri vorri hryggð. Því þá vér komum í Macedonia hafði vort hold öngva ró heldur í öllu liðu vér hryggð, hið ytra baráttu, hið innra ótta. En Guð sá er huggar lítilmagnana hann huggaði oss fyrir komu Titi. [

En eigi alleinasta fyrir hans tilkomu heldur einnin fyrir þá huggan þar hann var af yður með huggaður, kunngjörandi oss yðra forlenging, yðra tár, yðra vandlæting um mig so að eg gleð mig enn meir. Því það eg hryggða yður fyrir bréfið iðrar mig ekki. Og þótt mig iðraði það kann vera fyrsta að eg sé að það bréf hefur aðeins um stundarsakir hryggt yður, so gleð eg mig þó nú. Eigi af því það þér urðuð hryggvir heldur það þér urðuð hryggvir til iðranar. Því að þér eruð guðlega hryggvir vorðnir svo að þér fenguð öngvan skaða af oss í neinu. Því að guðleg hryggðan verkar iðran til hjálpræðis þá er öngvan iðrar. En þessa heims hryggðan verkar dauða.

Sjáið, það að þér eruð guðlega hryggvir orðnir, hverja alúð það hefur með yður verkað, þar að auk forsvar, heift, ótta, forlengjan, vandlætan, hefnd. Og í öllum hlutum þá hafi þér auðsýnt yður að þér eruð skírir þess verks. Fyrir því þó að eg skrifaði yður þá er það ekki hans vegna skeð sem rangindi framdi og ekki hans vegna sem leið heldur þess vegna það yðar kostgæfni við oss opinber yrði hjá yður fyrir Guði.

Af því þá erum vér huggaðir það þér eruð huggaðir. En þó höfum vér yfir allt fram glatt oss meir yfir fögnuði Titi. [ Því að hans andi er að nýju endurnærður til allra yðar. Því hvað eg hefi hrósað af yður fyrir honum í því verð eg ekki óvirtur heldur líka so sem að allt það er sennilega hvað eg hefi við yður talað, so er og einnin vor hrósan hjá Tito sannleikur orðin. Og honum er af hjarta öldungis vel til yðar þá er hann hugleiðir hlýðni allra yðar, hvernin þér hafið með hræðslu og ótta hann meðtekið. Eg gleð mig og það eg má alls góðs til yðar treysta.