Prophetinn Nahúm

I.

Þetta er sá byrðarþungi Níníve og sú spádómsbók Nahúm af Elkos. [

Drottinn er einn vandlætandi Guð og hefnandi, já Drottinn er hefnandi og reiður. Drottinn er hefnandi á sínum mótstöndurum og hann sem ei skal gleyma því á sínum óvinum. Drottinn er þolinmóður og mjög kröftugur, fyrir hverjum að enginn er saklaus. Han er Drottinn og hans vegir eru í [ vindi og stormi og undir hans fótum þykkt djúpt. Sá sem hastar á sjóinn og gjörir hann þurran, gjörandi og so öll vötn þurr. Basan og Karmel vanmegnast og allt það sem blómgast á fjallinu Líbanon visnar. Fjöllin skjálfa fyrir honum og hálsarnir forganga og allt jarðríkið bifast fyrir honum, so og veraldarkringlan og þeir allir sem búa þar á. Hver má standa fyrir hans reiði eða hver má blífa fyrir hans grimmd? Hans reiði brennur sem eldur og björgin klofna í sundur fyrir honum.

Drottinn er góður og ein hlífð í neyðinni og hann þekkir þá sem treystast í honum. Nær að flóðið yfirgengur þá lætur hann það hafa enda. En hann ofsækir sína óvini með myrkri.

Hvað hugsi þér í móti Drottni? [ Hann skal þó gjöra einn enda þar á. Ólukkan skal ekki koma í tvær reisur. Því að líka sem þyrnar þeir eð vaxa hver með öðrum og besta frjóvgan hafa verða brenndir líka sem þurrt hálmstrá, so skal það ganga því [ skálkaráði sem kemur af þér og þenkir vont í móti Drottni.

So segir Drottinn: Komi þeir so brynjaðir og máttugir sem þeir vilja, þeir skulu þó afhöggvast og í burt fara. Eg hefi auðmýkt þig en eg vil ekki auðmýkja þig aftur. Þá vil eg í sundurbrjóta hans ok það þú ber og í sundur slíta þín bönd. En Drottinn hefur boðið mót þér að þar skal ekkert nafn meir blífa af þínu sæði. Eg vil uppkippa þér af þíns Guðs húsi og eg vil gjöra þinn afguð og þitt bílæti þér til einnrar grafar því þú er orðinn til einskis.

Sjáið, upp á fjöllunum koma fætur eins góðs sendiboða sem prédikar friðinn. [ Þú Júda, halt þína helgidaga og efndu þín heit. Því skálkurinn skal ekki framar koma yfir þig því hann er með öllu afmáður.