VIII.

Mannsins vísdómur upplýsir hans andlit en sá sem einarður er hann er óvinsæll. Eg varðveiti kóngsins orð og Guðs eið. Flýttu þér ekki að ganga frá hans andliti og vef þig ekki í vondum sökum því hann gjörir hvað hann lystir. Í kóngsins orðum er magt og hver má segja til hans: Hvað gjörir þú? Sá sem heldur boðorðin hann skal ekkert vont henda en eitt vitugt hjarta veit tíð og máta. Því að allt uppsátur hefur sína tíð og tíma. Því að margfaldleg er mannsins ólukka hjá hönum því að hann veit ei hvað verið hefur og hver kann að segja hvað verða kann? Enginn maður hefur magt yfir andann andann að forhindra, neginn hefur og magt yfir dauðans tíma og hann skal ekki laus látast í stríðinu. Óguðlegar athafnir hjálpa ekki þeim óguðlegu.

Þetta hefi eg allt saman séð og eg lagða mitt hjarta til allrar þeirrar iðju sem sker undir sólunni. Einn maður ræður stundum yfir annan sér sjálfum til ólukku. Og þá sá eg þá inu óguðræknu sem jarðaðir voru, hverjir gengið og spásérað höfðu í þeim heilaga stað og þeim var gleymt í borginni þar eð þeir höfðu erfiðað. Það var og einn hégómi.

Fyst þar kemur ekki einn skjótur dómur yfir vondra manna gjörðir þar af blífur mannsins sinni fúst til að gjöra illt. Þó hinn syndugi gjöri hundrað sinnum illt og lifir þó lengi þá veit eg þó líka vel að þeim skal þó ganga vel sem óttast Guð og hræðast hans auglit. Því að þeir inu óguðlegu mun eigi vel ganga og sem einn skuggi skulu þeirra lífdagar vera sem ekki óttast Guð.

Það er einn hégómi sem á jörðunni skeður að þeim réttlátu vegnar sem þeir hefðu illa gjört en þeim óguðlegu sem þeir hefðu vel gjört og eg sagða að svoddan er hégómi.

Því prísaði eg gleðina, að ekki neitt er betra manninum undir sólunni en að eta og drekka og gjöra sig glaðan og að hann megi so síns arfiðis njóta alla sína lífdaga sem Guð gefur honum undir sólunni.

Eg gaf mínu hjarta að vita speki og að sjá þá armæðu sem sker á jörðunni, að einn var svo að hann sá öngvan svefn, hverki nótt né dag með sínum augum. Og eg sá alla Guðs gjörninga því að enginn maður kann það verk að finna sem að sker undir sólunni og þess meira sem maðurinn leitar þar eftir þess minna finnur hann. Þó hann segði so: Eg em hygginn og veit það, þá fær hann þó ei fundið það.