XXIX.

Hver sem lánar sínum náunga sá gjörir miskunnarverk og sá sem hefur auðæfi skal so gjöra. [

Lána þínum náunga þá hann þarf þess með og þú hinn annar, gjald það aftur í ákveðinn tíma og haltu það sem þú talað hefur og handtéra ei sviksamlega við hann, so finnur þú alltíð þína nauðþurft.

Margir meina það sé so sem fundur sem hann til láns tekur og gjörir þeim til óvilja sem honum hjálpað hefur. Hann kyssir á höndina á einum á meðan hann lánar honum og talar auðmjúklega sakir náungsins peninga. En þegar hann skal gjalda aftur so frestar hann því og ber sér það sér dýr tíð. Og þótt hann megi alla reiðu gjalda geldur hann helminginn aftur og reiknar hinum það fyrir ávinning. En formegi hann eigi so svíkur hann hinn um peningana. Sá hinn sami hefur þá keypt sér óvin með sínum eigin peningum og hinn bitalar með bölvan og skammaryrðum og gefur honum skammaryrði fyrir þökk.

Margur lánar ógjarna út af öngri vondri meiningu heldur það hann óttast að hann missi sitt.

Þó sem áður hjálpa þínum náunga í [ neyðinni og gjör þá ölmösuna þar til að þú ætlir honum tíma.

Hjálpa þú fátækum fyrir boðorðsins skuld og láttu hann í neyðinni ekki synjandi frá þér fara.

Tapa þú fúslega þínum peningum fyrir þíns bróður skuld og graf þá ekki niður undir stein þar sem þeir ónýtast.

Safna þér fésjóð eftir boðorði Hins hæsta, hann mun þér betri vera en nokkuð gull.

Legg þú þína ölmösu í sérlegan [ stað, það sama mun frelsa þig af allri ólukku, það mun berjast fyrir þig í móti þínum óvin betur en nokkur skjöldur eður spjót.

Einn góður maður gengur í borgun fyrir sinn náunga en sá sem ekki kann að skammast sín hann lætur hann standa sína borgun.

Gleym ei velgjörð þíns borgunarmanns því að hann hefur sjálfan sig í veð sett fyrir þig.

Óguðrækinn maður kemur sínum borgunarmanni í skaða og óþakklátur maður lætur stinga sinn frelsara.

Að ganga í borgun hefur marga ríka menn fordjarfað og hingað og þangað kastað líka sem sjávarbylgja. Það hefur marga menn fordjarfað að þeir hafa orðið villt að fara í framanda landi.

Einn óguðrækinn maður, ef hann hefur í borgun gengið og hefur vífillengjur í frammi að hann komi sér þar undan, hann mun ekki sneiða hjá straffinu.

Hjálpa þú þínum náunga út sem mest máttu og sjá þú fyrir þér að þú þar fyrir ekki í skaða komir.

Það nægir til þessa lífs hver hann hefur vatn og brauð, klæði og hús þar hann kann að hylja með sína þörf. [

Lítið viðurlífi undir enginlegu fjalaþaki er betra en kostulegt borðhald hjá framandi mönnum.

Lát þér það vel líka hvert sem þú hefur mikið eður lítið því að það er skammlegt líferni að ganga hús af húsi og hvar einn er ókunnugur, þar þorir hann ekki sínum munni upp að lúka. [ Hann hlýtur við að taka og sérhverm með sér drekka láta og öngva þökk þar fyrir að hafa. Auk þess hlýtur hann að heyra snörp orð, einkanlega: „Þú gestkomandi maður, far þú og bú þú til borðs, láttu mig eta með þér það sem þú hefur!“ Sömuleiðis: „Far þú í burt, eg hef fengið ærlegan gest, eg hlýt sjálfur að hafa húsrúm, bróðir minn sækir mig heim.“ Slíkt er þungt skynsömum manni að hann verður fyrir herbergjanna skuld slík orð að eta og þá mann bregður honum um það þegar hann hefur lánað honum.