XV.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, hvað er það tréð af vínviðinum fyrir öðrum trjám elliegar einn vínkvisturinn fyrir öðrum trjám í skóginum? Tekur maður það og gjörir þar eitthvað af eða gjörist þar ein ugla út af svo að þar megi nokkuð upp á festa? Sjá þú, því verður á eld kastað so því verði foreytt, að eldurinn foreyði so báðum þess endum og brenni einnin upp miðbikið þar út af. Hvar til skyldi það nú duga? Dugir það og þá til nokkurs? Sjá þú, þann tíð að það var enn nú þá heilt var það til einskis, hversu miklu miður þá kann þar nú héðan í frá nokkuð af því að gjörast fyrst að eldurinn hefur foreytt því og uppbrennt það?

Þar fyrir segir Drottinn Drottinn: Líka sem eg gaf vínviðartréð í eldinn að hann foreyddi því heldur en öðrum trjánum í skóginum, eins líka so vil eg einnin gjöra viður á innbyggjarana í Jerúsalem. Og eg vil setja mitt auglit á móti þeim so að þeir skulu ekki undan eldinum komast heldur skal eldurinn upp eta þá. Og þér skuluð fornema að eg er Drottinn nær eð eg set mitt auglit á móti þeim og legg landið í eyði af því að þeir forsmá mig, segir Drottinn Drottinn.