XIIII.

Sjáið, tíminn Drottins kemur að menn skulu skipta þínu herfangi í þér. [ Því að eg vil safna allra handa heiðingjum til bardaga í mót Jerúsalem. Og staðurinn skal verða yfirunnin, húsin rænd og kvinnurnar skammaðar. Og hálfur partur staðarins skal verða hertekinn í burt færast en það fólk sem eftir verður skal ekki af staðnum upprætast.

En Drottinn mun draga út og stríða í mót þeim sömum heiðingjum so sem hann plagar að stríða í styrjaldartíðinni. Og hans fætur skulu standa á þeim sama tíma á fjallinu Oliveti hvert eð liggur hjá Jerúsalem mót austri. Olivetifjall skal í sundurklofna rétt í tvo parta, frá austri og allt til vesturs, mjög víður hvor partur frá öðrum, so að sá eini hálfur partur fjallsins skal gefa sig í mót norðri en sá annar í mót suðri. Og þér skuluð flýja fyrir svoddan dal í millum minna fjalla því dalurinn í millum fjallanna skal taka allt til Asal. Og þér skuluð flýja so sem þér flúðuð fyrir jarðskjálftanum í fyrri tíð á dögum Úsías Júdakonungs. Þá skal Drottinn Guð minn koma og allir helgir með honum.

Og á þeim tíma skal ekkert ljós vera utan kuldi og frost. [ Og þar skal vera sá einn dagur hver að Drottinn er kunnur, hvorki dagur né nótt. [ En að kveldi skal verða ljós. Á þeim tíma skulu rennandi vötn fljóta af Jerúsalem, helftin í sjóinn mót austri og helftin til þes yðsta hafs og þar skal vera bæði sumar og vetur.

Og Drottinn skal vera kóngur yfir öllum löndum og á þeim tíma skal ekki vera utan einn Guð og eitt hans nafn. [ Og menn skulu ganga í kringum allt landið svo sem á einum sléttum velli, frá Gíbea og til Rimon sunnan til við Jerúsalem. Því hún skal upphefjast og byggjast í sínum stað frá Benjamínsporti allt til þeirra fyrstu staðardyra og að þeim horndyrum og frá Hananeelsturni og allt til kóngsins vínþrúgunnar. Og þar skulu menn inni búa og þar skal engin bölvan meir vera því að Jerúsalem skal með öllu óttalaus búa.

Og það skal vera sú plága með hverri að Drottinn skal plága allt það fólk það sem strítt hefur í mót Jerúsalem: [ Þeirra hold skal fúna á meðan þeir standa enn á sínar fætur og þeirra augu skulu visna í þeirra augnatóftum og þeirra tungur skulu rotna í munninum.

Á þeim tíma skal Drottinn gjöra mikið upphlaup á meðal þeirra að einn skal taka í annars hönd og leggja sína hönd á hans hönd. Því að Júda skal stríða í mót Jerúsalem og allt heiðingjagóss sem þar í kring er skal samansafnast, gull, silfur og klæði ofurmikil. Og so skal þessi plága koma yfir hestana, múldýrin, úlfaldana, asna og alls kyns dýr sem eru í þeim sama her, líka sem þeir aðrir eru plágaðir.

Og allir eftirblífnu á meðal allra heiðingja sem drógu í mót Jerúsalem þeir skulu hvert ár hér upp koma að tilbiðja konunginn, þann Drottinn Sebaót, og að halda tjaldbúðarhátíð. [ En hver sú ættkvísl á jörðunni sem ekki kemur upp til Jerúsalem að tilbiðja konunginn, þann Drottinn Sebaót, yfir þá skal ekki rigna. Og ef Egyptanna ættkvíslir ferðast ekki upp og koma ekki þá skal og ekki rigna yfir þá. Það skal vera sú plágan með hverri að Drottinn skal plága alla heiðingja sem ekki uppkoma að halda tjaldbúðarhátíðina. Því að það skal vera synd fyrir Egyptana og alla heiðingjana sem ei koma að halda þá tjaldbúðarhátíð.

Og á þeirri tíð mun tilreiðing hestanna vera heilög fyrir Drottni og katlarnir í húsi Drottins kulu verða sem munnlaugar fyrir altari. Því að allir katlar, bæði í Júda og Jerúsalem, skulu þeim Drottni Sebaót helgaðir verða so að allir þeir sem offra vilja skulu koma og tak þá sömu og matgjöra í þeim og þar skulu hér eftir öngvir Cananei vera í Drottins Sebaót húsi á þeirri tíð.

Ending prophetans Sacharie