XVII.

Heyr mig, son minn. Lær þú visku og gaumgæf þú mín orð með alvöru. Eg vil þér gefa vissan lærdóm og ljóslega þér undirvísa.

Guð hefur frá upphafi sínum verkum vel skikkað og sérhverjum einum sitt verk gefið og síðan varðveitir þau um aldur og ævi í þvílíkri skikkan og þau fullgjöra ávallt sitt embætti og ekkert annað hindrar heldur eru þau jafnlega hlýðin hans bífalningu. [ Framarmeir hefur hann og so álitið jörðina og fyllt hana með sínum auðæfum og gjörir jarðríkið fullt dýra hver eð koma aftur undir jörðina.

Guð hefur skapað manninn af jörðunni og gjörir hann aftur að jörðu og ákveður honum tíma síns lífs og skapaði bæði þau, sérhvert til sinnar [ tegundar, og gjörði þau eftir sinni mynd. [ Hann veitti þeim að allt hold skyldi þau óttast og að þau skyldu drottna yfir dýrum og fuglum. Hann gaf þeim skynsemd, mál, augu og eyru, skilning og kunnáttu og vísaði [ þeim bæði gott og illt og hefur þá framar öðrum kvikindum sérlega álitið og auðsýnt þeim sitt mikla veldi. Hann hefur kennt og gefið þeim lögmál lífsins, hann hefur gjört við þá eilífan sáttmála og opinberað þeim sína dóma. Þeir hafa séð hans veldi með sínum augum og heyrt með sínum eyrum hans dýrðlegu rödd og hann sagði til þeirra: „Varið yður við öllum rangindum“ og bífalaði hverjum sem einum sinn náunga. Þeirra athæfi er jafnan fyrir honum augljós og eigi fólgið.

Í öllum löndum hefur hann valdstjórn skikkað en yfir Ísraelslýð er hann sjálfur einn herra orðinn. [ Öll þeirra verk eru so opinber fyrir honum sem sólin og hans augu sjá án afláti allt þeirra athæfi. So er og allur þeirra vondskapur fyrir honum óduldur og allar þeirra syndir eru honum ljósar.

Hann geymir og mannsins velgjörðir sem annan signetshring og góðgjörðina sem einn augastein og með seinsta mun hann uppvakna og sérhverjum yfir sitt höfuð endurgjalda so sem hann hefur forþénað. En sá er sig betrar lætur hann til náðarinnar koma og þá sem þvingaðir verða huggar hann so þeir uppgefist ekki.

Þar fyrir snú þér til Drottins og fyrirlát þinn syndsamlegan lifnað. Bið þú Drottin og lát af illu. Haltu þig til Hins hæðsta og snú þér frá rangindum og hata af alhuga skúrgoðavillu. [ Hver vill lofa Þann allra hæðsta í helvíti? Því að alleina þeir inu lifundu kunna að lofa, hinir dauðu so sem þeir eð eigi lengur eru, kunna eigi lof að segja. Þar fyrir lofa Drottin á meðan þú lifir og ert heilbrigður.