II.

Og englinum samkundunnar til Epheso skrifa þú: [ Þetta segir sá sem heldur sjö stjörnum í sinni hægri hendi, sá sem gengur mitt á milli sjö gulllegra ljósastikna: Eg veit þín verk og þitt erfiði og þína þolinmæði og það þú kannt ekki hina vondu að umlíða og freistaðir þeirra sem sig segja postula vera og eru þó eigi og þú fannt þá ljúgara, og leiðst það og þolinmæði hefur og þú þoldir fyrir míns nafns sakir og þreyttist ekki. En það hefi eg á móti þér það þú hinn fyrsta kærleik forlést. Minnst á hvar þú ert af fallinn og gjör iðran og gjör hin fyrru verkin. En ef ekki man eg þér snarlega koma og þinni ljósastiku í burt hrinda úr sínum stað, utan þú gjörir iðran. En það hefur þú að þú hatar verk þeirra Nicolaitarum hver eg og einnin hata. [ Hver eyru hefur að heyra, hann heyri hvað andinn segir safnaðinum. Hver hann yfirvinnur þeim mun eg gefa að eta af lífsins tré það í Guðs paradís er.

Og þeim engli til samkundunnar Smyrnen skrifa þú: [ Þetta segir hinn fyrsti og síðasti, sá dauður var og lifir: Eg veit þín verk og þína hörmung og fátækt (en þú ert auðigur) og lastan þeirra sem segja sig Gyðinga vera og eru ekki heldur eru þeir Satans söfnuður. Hræðstu ekkert þeirra hvað þú líða mnt. Sjá, djöfullinn mun nokkra af yður í dýflissu fleygja upp á það þér freistaðir verðið og þér munuð hörmung hafa í tíu daga. Vert trúr allt til dauðans, so mun eg gefa þér kórónu lífsins. Hver eyru hefur sá heyri hvað andinn segir samkundunum. Hver helst yfirvinnur þeim skal ekkert mein ske af þeim öðrum dauða.

Og þeim engli samkundunnar til Pergamo skrifa þú: [ Þetta segir sá sem hefur hið hvassa tvíeggjaða sverðið: Eg veit hvað þú gjörir og hvar þú býr, hvar helst að er andskotans sæti, og þú heldur mitt nafn og afneitaðir eigi mína trú. Og á mínum dögum er Antipas, minn trúr vottur, hjá yður í hel sleginn hvar eð Satan byggir. [ En eg hefi fátt eina á móti þér það þú þar sjálfur hefur þá sem lærdóm Balaam halda, sá sem kenndi Balak að senda hneyksli fyrir sonu Israelis til að eta af því sem skúrgoðum offraðist og hóranir að drýgja. [ Líka so einnin hefur þú þá sem halda kenningar Nicolaitarum, hvað er eg hata. Gjör yfirbót! En ef ekki, þá mun eg þér snarlega koma og stríða viður þá með sverði míns munns. Hver eyru hefur sá heyri hvað andinn segir samkundunum. Hver hann yfirvinnur þeim mun eg gefa að eta af því fólginu manna og eg vil gefa honum góðan vitnisburð og með vitnisburðinum nýtt nafn skrifað það enginn kennir utan sá það meðtekur.

Og þeim engli til samkundunnar Thyatira skrifa þú: [ Þetta segir sonur Guðs, sá augu hefur sem eldsloga og hans fætur sem glóanda látún: Eg veit þín verk og þinn kærleika og þína þjónustu og trú og þína þolinmæði og það hin síðari verkin munu hinum fyrrum fleiri. En fátt nokkuð hefi eg á móti þér það þú leyfir þeirri kvinnu Jesabel, sem segir sig spákonu vera, að læra og villa mína þjóna hóranir að drýgja og skúrgoðafórnir að eta. [ Og eg hefi henni tíma gefið það hún skyldi iðran gjöra fyrir hennar hóranir og hún gjörir öngva iðran. Sjá, eg fleygi henni í rekkju og þeim hverjir með henni hórdóm drýgt hafa í hinar mestu hörmungar nema hún gjöri yfirbót fyrir sín verk. Og hennar börn mun eg dauða deyða og allar samkundurnar skulu viðurkenna það eg em nýrnanna og hjartanna rannsakari og eg mun gefa sérhverjum yðar sem einum eftir sínum verkum. [

En yður segi eg og hinum öðrum sem eru til Thyatira, þeir þennan lærdóm eigi hafa og hverjir ekki viðurkennt hafa dýpt andskotans (sem að þeir segja) og öngvan annan þunga man eg á yður senda. Þó hvað þér hafið, það haldið þar til að eg kem. Og hver yfirvinnur og varðveitir mín verk allt til enda þeim mun eg vald gefa yfir hina heiðnu og han skal stjórna þeim meður járnsprota og so sem leirgjörarans ker skal hann í sundurmola þá, líka sem eg af mínum föður meðtekið hefi. Og morgunstjörnuna mun eg gefa honum. Hver eyru hefur sá heyri hvað andinn segir samkundunum.