III.

Og orð Drottins skeði í annað sinn til Jónas og sagði: „Stattu upp og far í þann stóra stað Níníve og prédika fyrir þeim þá prédikun sem eg segi þér.“ Þá reis Jónas upp og ferðaðist til Níníve sem Drottinn hafði sagt. En Níníve var Guðs staður, þriggja dagferða stór. Og sem Jónas tók til að ganga í staðinn og var kominn eina dagsreisu prédikaði hann og sagði: „Enn nú eru fjörutígu dagar þar til að Níníveborg skal sökkva.“ Þá trúði fólkið Níníve á Gðu og létu bjóða föstu og þeir klæddust sekkjum, bæði stórir og smáir. [

Og sem þetta kom fyrir kónginn í Níníve stóð hann upp af sínu tignarsæti og afskrýddi sig sínum purpura og sveipaði um sig einum sekk og settist í ösku og lét eitt boð útganga og segja í staðnum eftir skipun kóngsins og hans magtarmanna: „Þar skal hverki menn né dýr, ekki naut né sauðir, nökkuð smakka og enginn skal þeim nokkuð ætt gefa, ekki heldur láta þau drekka vatn. [ Og menn og dýr skulu sveipa sig sekkjum og hrópa til Guðs alvarlega og hver skal snúa sér frá sínum vonda vegi og frá illsku sinna handa. [ Hver veit nema Guð umvendi sér og hann angri það og snúi sér frá sinni grimmdarreiði so vér fordjarfunst ekki?“

Og sem Guð sá þeirra verk að þeir sneru sér frá sínum vonda vegi angraði hann það vonda sem hann hafði sagt að hann vildi gjöra þeim og gjörði það ekki.