LVIII.

Gyllini klenodium Davíðs að syngja fyri að hann glataðist ei

Eru þér þá mállausir að þér viljið ekki tala réttindin og dæma hvað réttvíslegt er, þér mannanna synir?

Mótþróanlega gjöri þér rangindin í landinu og eruð fullfúsir með yðar höndum til illskuverkanna!

Hinir óguðhræddu eru fráleitir þegar í frá móðurkviði, þeir ljúgendur fara villt í frá [ móðurkviði.

Þeirra æði er so sem höggormsins æði, so sem einn daufur eiturormur tilbyrgja þeir sín eyru

svo það hann heyri ekki hljóð töfrarans, þess særingarmannsins sem mennt er í að særa.

Guð í sundurbrjóti þeirra tennur í þeirra munni, í sundurmola þú, Drottinn, jaxlatennur leónanna.

Að öngu munu þeir verða líka sem vatn það er í burt flýtur, þeir benda sinn boga þangað til að hann brestur í sundur.

Þeir forganga sem þá snigillinn doðnar niður, líka sem ótíðugur burður kvinnunnar þá sjá þeir ekki sólina.

Áður en það yðvar þyrnir eru [ fullvaxnir á klungurhríslunni þá mun reiðin þá ferska í burt slíta.

Hinn réttvísi mun gleðjast þá eð hann sér svoddan hefnd og mun lauga sína fætur í [ blóði hins óguðlega

svo það menn munu segja: „Hinn réttferðugi hefur sín nót,

sannlega er Guð enn dómari á jörðu.“