Og Drottinn sagði til Abram: „Gakk út af þínu fósturlandi og frá þínu frændliði og út af þíns föðurshúsi til þess lands sem eg mun vísa þér. [ Og eg vil gjöra þig að mikilli þjóð og blessa þig og gjöra þér eitt stórt nafn og þú skalt vera blessaður. Eg vil blessa þann sem þér blessar og so bölva þeim sem þér bölva. Og í þér skulu blessast allar ættkvíslir á jörðunni.“ [

So ferðaðist Abram burt so sem Drottinn hafði boðið honum og Lot fór með honum. Abram var sjötígir og fimm ára gamall þá hann fór úr Haran. Og Abram tók sína húsfrú Saraí og Lot sinn bróðurson og alla þeirra fjárhluti sem þeim hafði aflast og so þær sálir sem þeir höfðu getið í Haran og fóru út að reisa í landið Kanaan. Og sem þeir voru komnir í það sama land fór Abram í gegnum landið allt til þess staðar eð heitir Síkem. Og til [ dalsins Móre. En Kananir bjuggu í þann tíma í landinu.

Þá birtist Drottinn Abram og sagði: „Þínu sæði vil eg gefa þetta land.“ [ Og hann byggði Drottni eitt altari í þeim stað sem hann opinberaðist honum. Eftir það ferðaðist hann þaðan til eins fjalls sem lá fyrir austan Betel og reisti þar upp sitt landtjald og hafði Betel á vestri síðu en Aí á eystri. [ Og hann byggði Drottni þar eitt altari og predikaði um Drottins nafn. Þar eftir ferðaðist Abram fram lengra og fór í suðurátt.

Og þar varð mikið hallæri í landinu. [ Og Abram ferðaðist ofan til Egyptalands og vildi halda sig þar sem einn framandi maður, því að mjög mikið hallæri var í landinu. Og sem hann var kominn hart nær í Egyptaland þá sagði hann til sinnar kvinnu Saraí: „Sjáðu, eg veit að þú ert harla fríð kona og þegar þeir egyptsku sjá þig þá munu þeir segja: Það er hans eiginkona, so munu þeir slá mig í hel en halda þér eftir. [ Því bið eg þig að þú segir að þú sért systir mín so eg megi njóta þín og að eg megi halda lífi fyrir þína skuld.“ [

En sem Abram kom í Egyptaland þá sáu þeir egypsku menn kvinnuna að hún var harla væn. Og pharaonis höfðingjar sáu hana og sögðu honum mikið af hennar prýði. Og hún var höfð í pharaonis hús. En hann gjörði Abram til góða fyrir hennar skuld. Abram átti naut, sauði og asna, þræla og ambáttir, ösnur og úlfalda. En Drottinn plágaði faraómenn með mikilli plágu og hans hús vegna Saraí Abrams kvinnu.

Þá kallaði faraó Abram til sín og sagði til hans: „Því hefur þú gjört mér soddan? Því sagðir þú mér ekki að hún væri þín eiginkona? Því sagðir þú að hún væri þín systir so að eg tæki hana mér til eiginkvinnu? So tak nú þína eiginkvinnu og far í burt.“ Og faraó bauð sínu fólki að það skyldi fylgja honum á veg og hans kvinnu og öllu því sem honum tilheyrði.