III.

Og Júdas Machabeus kom í síns föðurs stað. Og hans bræður og allir þeir sem sér höfðu haldið til hans föðurs hjálpuðu honum í móti óvinunum og þeir slógu þá glaðlega. Júdas aflaði fólkinu mikillrar æru. Hann tók á sig sína brynju so sem einn kappi og hlífði sínu herliði sínu sverði. Hann var fullhugaður sem eitt león og djarfur sem einn grenjandi leónshvelpur þá hann hefur nokkra bráð.

Hann leitaði þeirra afföllnu og óguðlegu sem nauðguðu fólkinu til að falla frá lögmálinu og hann straffaði og uppbrenndi þá so að óvinirnir urðu hræddir fyrir honum alla vegana og flýðu og níðingarnir urðu niðurlækkaðir og hann hafði lukku og sigur. Þetta mislíkaði mörgum konungum. En Jakob var það einn fögnuður og þeim eilífur prís og æra. Hann dró í gegnum borgirnar Júda og afmáði þar inni þá óguðlegu til að snúa reiðinni frá Ísrael. Og hann hafði mikinn lofstír alla vegana í landinu so að allir niðurþrykktir hlupu til hans.

Þar í mót dró Apollonius einn mikinn her til samans af heiðingjum og af Samaria að berjast í mót Ísrael. [ Þá Júdas það heyrði fór hann honum í móti og barðist við hann og í hel sló hann og mikinn fjölda óvinanna með honum. En þeir sem undan komust þeir flýðu. Og Júdas fékk herfangið og hann tók Apollonii sverð. Það bar hann síðan so lengi hann lifði.

Eftir þetta, þá eð Seron höfuðsmaður í Sýrlandi heyrði að þeir góðu héldu sér til Júda og að þar var fjöldi fólks til samans, þá sagði hann: [ „Eg vil vinna frægðarverk so að eg verði prísaður í öllu kóngsríkinu og eg vil slá Judam og hans selskap sem forakta kóngsins boð.“ Þar fyrir bjó hann sig til og dró fram með mikilli magt að hefnast á Ísrael og þeir komu allt til Bet Hóron.

Þá fór Júdas í móti honum með einn lítinn flokk manna. [ Og er þeir sáu óvinina þá sögðu þeir: „Vér erum fáir og þar með erum vér vanmegna af föstu. Hvernin getum vér barist við so megtugan og mikinn fjölda?“ En Júdas sagði: „Vel má það ske að fáir geti sigrað marga því að Guð kann so vel að gefa sigur fyrir fá so sem fyrir marga. Því að sigurinn kemur af himnum og ei fæst hann með miklum mannfjölda. Þeir treysta upp á sína mikla magt og vilja deyða oss og ræna vorum kvinnum og börnum. En vér neyðunst til að verja oss og að berjast fyrir voru lífi og lögmáli. Þar fyrir mun Guð afmá þá fyrir vorum augum. Þér skuluð ei þá hræðast.“

Þá hann hafði þetta talað féll hann yfir fjandmennina áður en þá varði og sló Seron og hans fólk á flótta og rak flóttann frá Bet Hóron ofan á sléttlendið og sló í hel átta hundruð en hinir aðrir flúðu í Philisteisland. [ So kom ein hræðsla yfir allt fólk umhverfis þá fyrir Júda og hans bræðrum og ryktin af Júda og hans verkum barst út um öll lönd. Það kom og so fyrir kónginn.

Þá Antiochus heyrði nú allt þetta varð hann ævareiður og sendi út og lét útbjóða leiðangri um allt sitt kóngaríki og samansafnaði stórmiklum her. Og hann tók á sínum fésjóðum og gaf mála til eins árs og bauð að menn skyldu ætíð vera útbúnir. En þá hann sá að hann hafði ekki nóga peninga og að það land kunni ekki mikið að gefa vegna þess stríðs sem hann hafði nú lengi fært í móti lögmálinu þá óttaðist hann að hann mundi ekki lengur geta haft so stóran kostnað sem hann hafði haft allt þangað til þá hann hafði mála og gáfur útgefið meir en allir aðrir kóngar fyrir honum. Þar fyrir varð hann hryggur og fór í Persialand að skatta það sama land og fé til samans að draga.

Og hann lét einn höfðingja í landinu eftir. [ Sá hét Lýsías. Þennan gjörði hann að höfuðsmanni yfir allt kóngsríkið frá Euphrates allt að Egyptalandi og bífalaði honum sinn son, þann unga Antiochum, á meðan hann væri úr landi. Og hann lét eftir hjá honum helming hersins og fílana og gaf honum bífalning yfir öllum málaefnum, líka einnin yfir Júda og Jerúsalem að hann skyldi senda þangað meira lið að eyðileggja það fólk sem eftir var í Ísrael og Jerúsalem og að skipta landinu með framandi mönnum og innsetja heiðingja þar í alla staði.

Á því hundraðasta fertugasta og sjöunda ári reisti kóngurinn út af sinni borg Antiochia yfir um Euphrates upp í upplöndin. [ En Lýsías útvaldi nokkra höfðingja af konungsins vinum til höfuðsmanna, einkum Ptolomeum son Dorimenis, Nicanor og Gorgiam. Og hann fékk þeim fjörutígir þúshundir fótgönguliðs og sjö þúshund riddara so að þeir skyldu draga inn í Gyðingaland og afmá Gyðingana so sem kóngurinn hafði bífalað. Þá eð þeir voru nú af stað farnir með þennan her þá settu þeir fyrst sínar tjaldbúðir hjá Ammao á þeim víðum völlum. En sem kaupmennirnir í löndunum allt um kring heyrðu þetta komu þeir til herbúðanna, hafandi með sér nægð fjár að kaupa Ísraelssonu sér til þræla. Og af Sýrlandi og frá öðrum heiðingjum þá kom til þeirra enn meira lið.

Sem Júdas og bræður hans sáu nú að ofsóknin varð stærri og að óvinirnir lágu við landamerkin og fornumu að kóngurinn hefði boðið að eyðileggja allan Júda þá voru þeir óhræddir og höfðu samtök með sér að þeir vildu hjálpa sínu fólki og berjast fyrir þá inu heilögu. [ Þar fyrir kölluðu þeir það stríðsfólkið til samans að þeir væri hver hjá öðrum og gæfi gætur að nær eð þeir skyldu yfirfalla óvinina og að þeir bæði hver með öðrum til Guðs um náð og hjálp.

En á þeim tíma var Jerúsalem í eyði og enginn borgari hafði þar sinn bústað og helgidómurinn var saurgaður með skúrgoðum sem þangað voru sett og heiðingjarnir höfðu kastalann inni að halda og öll vegsemdin var burt tekin frá Jakob og men heyrðu hverki pípnahljóð né hörpuslag. [

Þar fyrir safnaðist fólkið til samans í Mispat gagnvart Jerúsalem. Því að í fyrndinni plöguðu menn að biðjast fyrir í Mispat. Í þessum stað komu þeir nú til samans, föstuðu þar og íklæddust sekkjum, jusu ösku yfir höfuð sér og sundurrifu sín klæði. Og þeir báru fram lögmálsbækurnar eftir hverjum heiðingjarnir sóttu að skrifa og uppmála þar á sín skúrgoð. Þeir höfðu þangað þau kennimannlegu klæði, frumburði og tíundir og gjörðu Nazareos sem halda skyldu þeirra tilsetta tíma og þeir báru sig illa, kallandi upp í himininn: „Hvert skulum vér flýja þetta? Því að þinn helgidómur er saurgaður, þínir kennimenn eru í burt reknir og sjá þú, allir heiðingjarnir reisa sig upp í mót oss so að þeir afmá oss með öllu. Þú veist hvað þeim býr í skapi í gegn oss. Hvernin getum vér staðist fyrir þeim utan þú hjálpir oss, vor Guð?“

Þar eftir lét Júdas kalla fólkið til samans með herlúðrum og tilskipaði fylkingar, höfuðsmenn og hertuga þá sem liðinu skyldu fylkja. Hann lét og einnin úthrópa að hver sem hús hefði í byggingu eður sig vildi gifta eður víngarð væri að planta eður væri hræddur að þeir mættu fara heim aftur so sem að lögmálið slíkum gefur heimfararleyfi. Eftir þetta reistu þeir fram og settu einnin sínar herbúðir við Ammao mót suðrinu. Og Júdas áminnti sitt fólk og sagði: [ „Tilbúið yður og verið óskelfdir so að þér séuð á morgun reiðubúnir að berjast í móti þessum heiðingjum sem atla sér í eyði að leggja oss og vorn helgidóm. Betra er oss að vér föllum í orostu en að vér sjáum slíka hörmung á voru fólki og helgidómi. En hvað Guð á himnum vill, það skeður.“