XIII.

Á þeim tíma skal Davíðs hús og borgarmenn í Jerúsalem hafa eina frí opna uppsprettu til að afþvo þeirra syndir og saurganir. [

Á þeim tíma, segir Drottinn Sebaót, vil eg afguðanöfnin afmá af landinu so menn skulu ekki þaðan í frá minnast þeirra. [ Þar með vil eg og útdrífa þá propheta og óhreinu anda af landinu. Það skal so ske: Ef nokkur spár framarmeir þá skulu hans faðir og móðir sem hann fætt hafa segja til hans: „Þú skalt ekki lifa því þú talar lygi í nafni Drottins.“ Og so skulu hans faðir og móðir sem ólu hann í gegnum leggja hann þá hann spár.

Því það skal ske á þeim tíma að spámennirnir skulu verða að skömm með þeirra vitrunum nær þeir spá þar um. Og þeir skulu ekki meir íklæðast loðnum kápum með hverjum þeir sviku heldur skal hann segja: „Eg er enginn spámaður heldur akurverksmaður því eg hefi mönnum þjónað af mínum ungdómi.“ [ Og ef nokkur maður segir þá til hans: „Hvaða sárum eru í þínum höndum?“ Þá skal hann svara: „So er eg sleginn í þeirra húsum sem mig elska.“

Þú sverð, vertu til reiðu yfir minn hirðir og yfir þann mann sem mér nálægastur er, segir Drottinn Sebaót. [ Slá þú hirðirinn, so skal hjörðin í sundurdriefast, so vil eg vernda minni hendi til smábarna. Og það skal ske að í hverju landi sem að eru tveir hlutir, segir Drottinn, þeir skulu upprætast og forganga. En sá þriðji partur skal blífa þar inni og og þann þriðja part vil eg í gegnum eldinn leiða og hreinsa líka sem menn hreinsa silfur og fægja það so sem menn fægja gull. Og þeir skulu kalla á mitt nafn og eg vil bænheyra þá. Eg vil segja: „Þeir eru mitt fólk“ og þeir munu segja: „Drottinn minn Guð.“