V.

Því vér vitum þótt vort jarðneska hús þessarar byggingar verði niðurbrotið það að vér höfum bygging af Guði uppbyggða, hús, eigi með höndum gjört, það ævinlegt er á himnum. Og þar eftir forlengir oss einnin eftir vorri íbygging sem er af himni, girnandist henni að yfirklæðast so að vér finnunst klæddir og eigi naktir. Því að meðan vér erum í þessu hreysi þá forlengir oss og erum þyngdir af því vér vildum fegnir eigi naktir heldur yfirklæddir verða upp á það hið dauðlega burtsvelgist af lífinu. En hann sem oss býr til þess hins sama er sá Guð sem oss gefið hefur pantinn andarins.

En jafnan þá erum vér með góðum huga og vitum það á meðan vér byggjum í þessum líkama þá erum vér í fjarlægð frá Drottni. Því vér göngum í trúnni og ekki í augsjón. En vér erum með góðum huga og höfum miklu meiri lyst til að vera fjarlægir af líkamanum og nálægir hjá Drottni. Fyrir því kostgæfum vér og einnin, hvort vér erum heima nálægir eða í fráveru fjarlægir, það vér þóknust honum. Því að vér hljótum allir að opinberast fyrir dómstóli Krists upp á það að hver einn öðlist það á sínum líkama eftir því hann hefur aðhafst, sé það gott eða illt.

Því að vér vitum það Drottinn er óttandi þá förum vér í hægð að við lýðinn en Guði erum vér opinberir. Eg vona og einnin það vér séum og í yðrum samviskum opinberir svo vér lofum eigi oss sjálfa að nýju heldur það vér gefum yður tilefni að hrósa af oss upp á það þér hafið nokkru að hrósa í móti þeim sem hrósa sér eftir yfirlitum og ekki eftir hjartanu.

Því eru vér höstugir so eru vér það Guði, eru vér gæfir þá eru vér yður gæfir. Því að Krists kærleiki þvingar oss. Af því vér höldum það þar fyrir, fyrst að einn hefur fyrir alla dáið þá sé þeir allir dauðir. Og því hefur hann fyrir alla dáið so að þeir sem lifa lifi ei sjálfum sér hér eftir heldur honum sem fyrir þá hefur dáið og upp aftur risinn er.

Þar fyrir kennum vér nú hér eftir öngvan eftir holdinu. [ Þótt að vér höfum einnin kennt Christum eftir holdinu þá kennu vér hann þó nú so eigi lengur. Af því, er nokkur í Christo, þá er hann ný skepna. Hið gamla er umliðið. Sjáið, allt er það nýtt vorðið. En allt það af Guði hver oss forlíkaði við sjálfan sig fyrir Jesúm Christum og gefið hefur oss það embætti sem forlíkunina prédikar. Því að Guð var í Christo og forlíkti veröldina við sjálfan sig, tilreiknandi henni eigi sínar syndir og hefur uppreist vor á meðal orðið af forlíkuninni.

So eru vér nú sendiboð af Krists álfu því að Guð áminnir fyrir oss. Þar fyrir biðjum vér yður fyrir Christum: Látið forlíka yður við Guð. Því hann hefur þann sem af öngri synd vissi fyrir oss að synd gjört upp á það vér yrðum í honum það réttlæti sem fyrir Guði dugir.