XII.

Sálmur Davíðs fyrir að syngja upp á átta strengja hljóðfæri

Hjálpa þú, Drottinn, því að hina heilögu tekur að fækka og hinir réttferðugu eru mjög fáir orðnir meðal mannanna sona. [

Hvör og einn talar við annan fáfengilega hluti með smjaðran og læra út af tvídrægu hjarta.

Drottinn fyrirfari öllum smjaðrunarvörum og þeirra tungum sem stór orð tala,

þeir eð það segja: „Vor tunga skal yfirráðin hafa, oss ber að tala, hver er vor yfirherra?“

Fyrir eymdarsakir volaðra og andvarpanar sakir fátækra vil eg upprísa“ segir Drottinn. „Eg vil eitt hjálpræði veita svo menn skulu alldjarflega læra.“

Málið Drottins er eitt hreint mál, so sem klárað silfur í deigulmó, sjö sinnum hreinsað.

Þú, Drottinn, varðveit þá og varðveit oss frá þessari kynslóð eilíflega.

Alls staðar er þar fjöldi óguðlegra hvar eð slíkir fáneytir drottna meðal fólksins.