Og Guð sagði til Jakob: „Tak þig upp og far til Betel og bú þú þar og bygg þú þeim Guði þar eitt altari sem vitraðist þér þá þú flýðir fyrir þínum bróður Esaú.“ [

Þá sagði Jakob til sinna heimamanna og til allra þeirra sem með honum voru: „Kastið burt þeim annarlegum guðum sem þér hafið hjá yður og hreinsið yður og skiptið um yðar klæðnað. Tökum oss upp og förum í Betel so eg megi byggja þeim Guði þar eitt altari sem bænheyrði mig í minni mótgangstíð og hefur verið með mér á þeim vegi sem eg hefi farið.“ [

So gáfu þeir honum í hendur öll sín skúrgoð sem þeir höfðu og svo þeirra [ eyrnagull. Og hann gróf þau niður undir eina eik sem stóð hjá Sýkem. So ferðuðust þeir. En hræðsla kom af Drottni yfir alla þá staði sem þar voru umhverfis svo þeir sóttu ekki eftir Jakobs sonum. So komst Jakob og allt það fólk sem var með honum til Lús í Kanaanslandi sem kallast Betel. Og hann byggði þar eitt altari og kallaði þann sama stað El-Bet-El, því að Guð birtist honum þar þá hann flýði fyrir sínum bróður. [ Þá andaðist Debóra, fóstra Rebekku, og var jörðuð fyrir neðan Betel undir einni eik sem var kölluð Gráteik. [

Og Guð birtist Jakob í annað sinn síðan hann var kominn af Mesopotamia og blessaði hann og sagði til hans: „Þú kallast Jakob. En þú skalt ekki hér eftir nefnast Jakob heldur skaltu heita Ísrael.“ [ Og síðan kallaðist hann Ísrael. Og Guð sagði til hans: „Eg er almáttigur Guð, vertu ávaxtasamur og margfalda þig. Þjóðir og fólksfjöldi skal koma af þér og kóngar skulu koma af þínum lendum. Og það land sem eg hefi gefið Abraham og Ísak vil eg gefa þér og so þínu sæði eftir þig.“ [ So fór Guð upp frá honum í þeim stað sem hann talaði við hann. Jakob uppreisti þar einn steinstólpa í þeim stað þar Guð talaði við hann og offraði drykkjaroffri þar upp á og hellti þar yfir viðsmjöri. Og Jakob kallaði þann stað þar Guð talaði við hann Bet-El.

Og þeir ferðuðust frá Bet-El og sem þeir voru komnir hartnærri Efrata þá fæddi Rakel og hún komst harla mjög við í barnsburðinum. Og sem hún þjakaðist meir og meir á sængarförinni sagði ljósmóðurin til hennar: „Óttast þú ekki, því þennan son skaltu og hafa.“ Og sem öndin gekk upp af henni og hún hlaut að deyja þá kallaði hún hann Ben Óní, en hans faðir kallaði hann Ben Jamín. [ So andaðist Rakel og var jörðuð á veginum til Efrata sem nú kallast Betlehem. [ En Jakob setti upp eitt merki yfir hennar leiði og það er merki yfir leiði Rakel allt til þessa dags.

Og Ísrael ferðaðist þaðan og setti sína tjaldbúð á hina síðu turnsins Eder. Og það skeði þá að Ísrael bjó þar í landinu, þá gekk Rúben til og svaf með Bíla síns föðurs frillu. [ Og það spurði Ísrael.

Jakob átti tólf sonu. Synir Lea voru þessir: Rúben sá frumgetni sonur Jakobs, Símeon, Leví, Júda, Ísaskar og Sabúlon. Rakels synir voru Jósef og Ben-Jamín. Synir Bíla, Rakels ambáttar: Dan og Neftalí. Synir Silpa, Lea ambáttar voru þeir Gað og Asser. Þessir eru synir Jakobs sem honum voru fæddir í Mesopotamia.

Og Jakob kom til síns föðurs Ísak í Mamre í þeim höfuðstað sem kallast Hebron þar sem Abraham og Ísak höfðu verið framandi. Og Ísak varð hundrað og áttatigi ára gamall og hann veiktist af elli og andaðist og safnaðist til síns fólks, gamall og saddur af þessu lífi. [ Og hans synir Esaú og Jakob jörðuðu hann.