Og heyr þú nú Ísrael þau boðorð og réttindi sem ég kenni yður að þér gjörið þau so þér megið lifa og eignast það landið sem Drottinn Guð feðra yðra mun gefa yður. [ Þér skuluð öngvu auka við það sem ég býð yður og ekki neitt taka þar í frá, uppá það að þér megið varðveita boðorðin Drottins Guðs yðvars þau sem ég býð yður. Yðar augu hafa séð hvað Drottinn hefur gjört í mót þeim Baal-Peór því Drottinn Guð þinn hefur foreytt öllum þeim á meðal yðar sem eftirfylgdu Baal-Peór. [ En þér sem aðhylltust Drottin yðarn Guð lifið enn nú allir saman þennan dag. Sjáið, ég hefi kennt yður boðorð og réttindi so sem það Drottinn Guð minn hefur boðið mér, að þér skylduð gjöra líka so í landinu þar þér munuð inn koma til að eignast það.

So haldið það nú og gjörið það því það er yðar viska og skilningur fyrir öllu fólki, nær eð þeir heyra öll þessi boðorð, að þeir munu segja: „Hei, hversu vísir og skynsamir menn eru það og eitt dýrðlegt fólk.“ Því hvar er svo dýrðlegt fólk hverju að guðirnir hafa so nálægir verið svo sem það Drottinn Guð vor, svo oft sem vér áköllum hann? Og hvar er eitt svo mikilsháttar fólk það er hafi so réttferðuga setninga og boðorð sem allt þetta lögmálið er það sem ég legg í dag fram fyrir yður.

Tak þér nú vara og varðveit þína sálu vel so að þú forgleymir ekki þeim gjörningum sem þín augu hafa séð og það þeir líði þér ekki úr minni um alla lífdaga þína. [ Og þú skalt kunngjöra þínum börnum og barnabörnum af þeim deginum þá þú stóðst fyrir Drottni þínum Guði í hjá fjallinu Hóreb þá er Drottinn sagði til mín: „Samansafna þú fólkinu til mín svo ég láti þá heyra mín orð og læri að óttast mig um alla ævi sem þeir lifa á jörðu og að þeir kenni það börnum sínum.“

Og þér genguð þar fram og stóðuð hjá neðanverðu fjallinu og fjallið það logaði allt mitt upp í himininn og þar var myrkur, ský og dimma. [ Og Drottinn talaði við yður mitt úr eldinum. Raustina hans orða heyrðuð þér en öngva mynd sáu þér þar utan raustina. Og hann kunngjörði yður sinn sáttmála hvern eð hann bauð yður að gjöra, einkum sem voru þau tíu orðin, og hann skrifaði þau uppá tvö steinspjöld. Og Drottinn bauð mér þann sama tíma að ég skyldi læra yður boðorð og réttindi svo að þér skylduð gjöra þar eftir í því landinu hvert að þér munuð eignast.

So varðveitið nú vel yðar sálir því að þér hafið öngva mynd séð á þeim degi þá eð Drottinn talaði við yður úr eldinum uppá fjallinu Hóreb. So að þér skylduð ekki fordjarfa yður og gjöra yður nokkra líkneskju sem álík væri nokkrum kallmanni eður kvinnu eður kvikfénaði á jörðu eður fuglunum í loftinu elligar skriðormum á jörðunni eður fiskunum í vatninu undir jörðunni og að þú ekki upplyftir þínum augum í mót himninum og álítir ekki sólina og tunglið og stjörnurnar eður allan her himinsins að þú fallir frá mér og tilbiðjir það og þjónir þeim, hvað að Drottinn Guð þinn hefur skikkað öllu fólki undir öllum himninum. [

En yður hefur Drottinn meðtekið og útleitt yður af þeim járnofninum, úr Egyptalandi, so að þér skylduð vera hans erfðafólk so sem það er nú í dag. [ Og Drottinn varð reiður við mig fyrir yðars gjörnings sakir og sór það ekki skylda ég ganga yfir um Jórdan og ekki heldur koma í það góða landið sem Drottinn þinn Guð mun gefa þér til arftöku heldur hlýt ég að deyja í þessu landi og ganga ekki yfir um Jórdan. En þér munuð ganga þar yfir um og eignast það góða landið.

So varið yður nú við því að þér forgleymið ekki sáttmálanum Drottins Guðs yðars þeim sem hann hefur gjört við yður. [ Og gjörið ekki líkneskju eftir nokkri mynd svo sem það Drottinn Guð þinn hefur boðið. Því að Drottinn Guð þinn er einn foreyðandi eldur og einn vandlátur Guð.

Nær þér alið nú börn og barnabörn og búið í landinu og þér fordjarfið yður og gjörið yður líkneskjur eftir einhverri mynd, so að þér gjörið illa fyrir Drottni Guði yðrum og reitið hann til reiði, þá kalla ég í dag himin og jörð til vitnisburðar yfir yður: Þér skuluð snarlega foreyðast í burt úr því landinu sem þér farið nú til yfir um Jórdan að eignast. [ Þér skuluð ekki lengi búa þar inni heldur skulu þér blífa í eyðilagðir. Og Drottinn mun í sundurdreifa yður á meðal þjóðanna so að þér skuluð blífa einn lítilsháttar flokkur á meðal heiðingjanna til hverra að Drottinn mun í burt dreifa yður. Þar muntu þjóna þeim skúrgoðum sem gjörð eru með mannahöndum af tré, stokkum og steinum, sem hverki kunna að sjá né heyra, eta né drekka.

En nær eð þú leitar þá Drottins Guðs þíns þá skaltu finna hann, ef þú leitar hans af öllu þínu hjarta og af allri þinni sálu. [ Nær eð þú fær þá hryggðarangist og allir þessir hlutir koma yfir þig á þeim síðustu dögum þá skaltu snúa þér aftur til Drottins Guðs þíns og hlýða hans raust. Því að Drottinn Guð þinn er einn miskunnsamur Guð. Hann mun ekki yfirgefa né fordjarfa þig, hann mun og ekki forgleyma þeim sáttmála sem hann sór feðrum þínum.

Spyr þú að hinni fyrri ævinni að þeim sem fyrir þér hafa verið í frá þeim degi eð Guð skapaði manninn á jörðina, í frá einu takmarkinu til annars undir himninum, hvert að þar hefur nokkurntíma skeð so merkilegur hlutur eður hafi slíkt fyrri heyrt verið að nokkurt fólk hafi heyrt Guðs rödd tala af eldinum so sem að þú hefur heyrt og lifi þó samt? [ Eða hvert Guð hefur farið þess nokkurntíma á leit að ganga inn og taka að sér eitt fólk mitt á meðal þjóðanna fyrir freistanir, fyrir stór tákn og dásemdargjörninga, fyrir stríð og fyrir volduga hönd og fyrir einn útþandan armlegg og fyrir so ógurlega gjörninga so sem það Drottinn yðar Guð hefur gjört það allt saman [ fyrir yður í Egyptalandi fyrir yðar augum?

Þetta hefur þú séð so að þú skalt vita að Drottinn er alleina Guð og enginn annar. Hann hefur látið þig heyra sína raust af himni að hann vildi tytta þig. Og hann hefur látið þig sjá sinn hinn mikla eld á jörðu og þú hefur heyrt hans orð af eldinum, af því að hann elskaði þína feður og útvaldi þeirar sæði eftir þá. Og hann útleiddi þig af Egyptalandi með sinni augsýn og fyrir sinn stóra kraft að hann vildi útdrífa fyrir þér stórt fólk og sterkari en þú ert og innleiða þig, að gefa þér þeirra land til arftöku svo sem að nú til stendur á þessum degi. [

So skalt þú nú það vita og hugleiða það vel í þínu hjarta að Drottinn er einn Guð, bæði á himnum uppi og á jörðu niðri, og enginn annar, að þú varðveitir hans lagasetninga og boðorð sem ég býð þér í dag. [ So skal það ganga þér vel og þínum börnum eftir þig so að þú megir lengi lifa í því landinu sem Drottinn Guð þinn gefur þér ævinlega.

Þá fráskildi Móses þrjá staði hinumegin Jórdanar í mót austrinu að sá sem ófyrirsynju slær sinn náunga í hel skyldi flýja þangað ef að hann var ekki óvinur hans áður fyrri, þá mátti hann flýja til einshvers þessara staða og halda so sínu lífi, sem að var Beser í eyðimörkunni á sléttlendinu á meðal kynþáttar Rúben og Ramót í Gíleað sem liggur í ættleifð Gað og Gólan útí Basan í Manasses ættjörð. [

Þetta er það lögmálið sem Móses framsetti fyrir Ísraelssonu, það er sá vitnisburðurinn, boðorðin og réttindin sem Móses sagði til Ísraelssona þá þeir voru útfarnir af Egyptalandi, hinumegin Jórdanar í dalnum gegnt húsi Peór í landi Síhon kóngsins þeirra Amorítis sem sat í Hesbon, hvern eð Móses og Ísraelssynir slógu þá er þeir voru útkomnir af Egyptalandi og eignuðust so hans land. Og so líka það landið kóngsins Óg af Basan, þeirra tveggja kónganna Amorítis sem voru hinumegin Jórdanar í mót austrinu, í frá Aróer sem liggur við lækjarbakkann Arnon allt inn til fjallsins Síon, það er Hermon, og allt það sléttlendið hinumegin Jórdanar mót austrinu og inn til sjávarins á því undirlendinu allt að fjallinu Pisga.