Ef að nokkur spámður elligar draumspekingur rís upp á meðal yðar og segir fyrir eitthvað teikn eða stórmerki og það teikn eður stórmerki framkemur sem hann sagði þér fyrir og hann segir: „Látum oss eftirfylgja [ annarlegum guðum sem þér þekkið ekki og þjóna þeim“ þá skalt þú ekki hlýða þeim orðum þess sama spámanns eða draumspekings. [ Því að Drottinn yðar Guð hann freistar yðar að hann vill reyna hvert þér elskið hann af öllu hjarta og af allri sálu. Því að þér skuluð eftirfylgja Drottni Guði yðar og óttast hann og varðveita hans boðorð og hlýða hans raust og þjóna honum og hyllast hann að. En sá spámaður eður draumspekingur skal deyja, af því að hann vill burt snúa yður í frá Drottni Guði yðar sem útleiddi yður af Egyptalandi og frelsaði yður af því þrældómshúsinu, og það hann hefur villt þig af þeim veginum sem Drottinn Guð þinn hefur boðið þér að ganga á, so að þú kunnir að skilja frá þér það hið vonda.

Nær eð þinn bróðir, sonur þinnar móður, elliegar sonur þinn eða dóttir þín, elligar þín húsfreyja í faðmi þínum eða vinur þinn, þann þú elskar sem þitt hjarta, ræður þér heimuglega og segir: „Látum oss fara og þjóna annarlegum guðum“ (sem hverki þekkir þú né þínir forfeður) sem eru á meðal þess fólksins sem í kringum yður er, hvert að þeir eru heldur nærri þér eður fjarri, í frá einum jarðarendanum allt til ins annars, þá samþykk það ekki með honum og hlýð honum ekki að. Og þitt auga skal ekki vægja honum og þú skalt ekki honum miskunnsamur vera eður skýla honum, heldur skalt þú drepa hann, þín hönd skal vera hin fyrsta yfir honum til að lífláta hann og síðan þar næst höndin alls almúgans. Meður grjóti skal hann grýttur vera til dauða því að hann vildi í burt villa þig frá Drottni Guði þínum sem útleiddi þig af Egyptalandi, af þrældómshúsinu, so það allur Ísrael megi það heyra og óttast það og ástunda ekki framar að gjöra svoddan illskuverk á meðal yðar.

Ef að þú heyrir í nokkrum af þínum stöðum sem Drottinn Guð þinn hefur gefið þér að búa útí, það menn segja: „Þar eru nokkrir af Belíals börnum útgengnir á meðal þín og hafa villt staðarins innbyggjara og sagt: Látum oss fara og þjóna annarlegum guðum sem þér þekkið ekki til“ þá skalt þú innvirðulega rannsaka og spyrjast um. Og ef það finnst í sannleika að það sé so vissulegana að sú svívirðing sé orðin á meðal yðar, þá skaltu slá borgarmennina í þeim sama stað með sverðseggjum og afmá þá með öllu því sem þar er inni og þeirra fénað með sverðseggjum. Og þú skalt síðan bera allt þeirra herfang á mitt strætið og brenna það upp með eldi, bæði staðinn og allt þeirra herfang meður öðru fyrir Drottni þínum Guði, so að það blífi þar liggjandi í einni hrúgu ævinlega og byggist síðan aldrei upp aftur. Og lát ekki neitt af þeirri bölvan loða þér við hendur so að Drottinn megi snúa sér frá sinni heiftarreiði og gefa þér miskunnsemi og vera þér líknsamur og margfalda þig líka sem hann hefur svarið þínum forfeðrum. Því að þú hefur heyrt raust Drottins Guðs þíns að halda öll hans boðorð sem ég býð þér í dag svo að þú gjörir það sem rétt er fyrir Drottins Guðs þíns augsýn.