XIII.

Og sjá, einn Guðs maður af Júda kom til Betel eftir orði Drottins og Jeróbóam stóð hjá altarinu og brenndi rekelsi. [ Og hann hrópaði í gegn altarinu fyri Drottins orð og sagði: „Altari, altari! So segir Drottinn: Sjá, Davíðs húsi skal fæðast einn sonur að nafni Jósía. [ Hann skal offra hofprestum yfir þig hverjir að gjöra reykelsi á þér og hann skal brenna mannabeinum á þér.“ Og á þeim sama degi gaf hann eitt teikn og sagði: „Þetta er mark þar til að Drottinn talaði þetta. Sjá, altarið skal rifna og askan niðursteypast sem á því er.“

Sem kóngurinn heyrði orð þessa Guðs manns sem kallaði í mót altarinu í Betel þá rétti hann út sína hönd af altarinu og sagði: [ „Grípið hann.“ Og hans hönd visnaði sú hann útrétti að honum svo hann gat ekki vikið henni aftur að sér. Og altarið klofnaði, askan steyptist og niður af altarinu eftir því teikni sem guðsmaður hafði gefið eftir orðum Drottins. Og kóngurinn svaraði og sagði til þessa guðsmanns: „Ákalla Drottins þíns Guðs auglit og bið fyrir mér so að mín hönd komi til mín aftur.“ Þá bað guðsmaður í augliti Drottins og kóngsins hönd kom til hans aftur og varð svo sem áður var hún.

Og kóngurinn talaði við þann guðsmann (og sagði): „Kom heim til borðs með mér, eg vil og gefa þér gáfur.“ En guðsmaður sagði til kóngsins: „Þó þú vildir enn gefa mér hálfpart af þínu húsi þá vinn eg það ekki til að fara með þér. Því eg vil hverki eta brauð né drekka vatn í þessum stað því það er mér so boðið fyrir orð Drottins og sagt: Þú skalt ei eta þar brauð né drekka vatn og eigi heldur fara um þann veg sem þú komst.“ Og hann fór um annan veg og kom ekki aftur um þann veg sem hann hafði farið til Betel.

Og þar bjó einn gamall spámaður í Betel. Hans sonur kom til hans og greindi honum alla þá gjörninga sem guðsmaður hafði framið þann dag í Betel og so þau orð sem hann hafði talað við kónginn. Og þeirra faðir sagði til þeirra: „Hvern veg fór hann í burtu?“ Og hans synir vísuðu honum veginn þann sem guðsmaður hafði farið sem kominn var frá Júda. Þá sagði spámaðurinn til sinna sona: „Söðlið minn asna.“ Sem þeir höfðu asnann söðlað þá settist hann þar yfir og reið eftir guðsmanni og fann hann sitjandi undir einni eik og sagði til hans: „Ertu guðsmaður sem kominn er frá Júda?“ Hann sagði: „Já.“

Hann sagði til hans: „Kom heim með mér og et brauð í mínu húsi.“ Hann svaraði: „Eigi má eg snúa aftur með þér eða fara með þér. Eg vil ei heldur eta brauð né drekka vatn með þér í þessum stað. Því so er sagt til mín fyrir Drottins orð: Þú skalt hvorki eta þar brauð né drekka vatn. Þú skalt eigi heldur fara aftur um þann sama veg sem þú fórst þangað.“ Hann svaraði honum: „Eg er og svo einn spámaður svo sem þú og einn engill talaði við mig fyrir Drottins orð og sagði: Leið þú hann aftur með þér so að hann eti brauð og drekki vatn.“ En hann laug að honum og leiddi hann heim aftur svo að hann át brauð og drakk vatn í hans húsi.

Sem þeir sátu nú til borðs þá kom Guðs orð til spámannsins hver hann hafði aftur leitt og hann kallaði til þess guðsmanns sem var kominn af Júda og sagði: [ „So segir Drottinn: Sökum þess að þú varst munni Drottins óhlýðugur og hélst ekki það boðorð sem Drottinn þinn Guð bauð þér og þú snerir aftur og ást brauð og drakkst vatn í þeim stað sem hann sagði þér af: Þú skalt þar hverki eta brauð né drekka vatn, þar fyrir skal þinn líkami ekki jarðast í þinna feðra gröf.“

En sem hann hafði etið og drukkið þá var söðlaður spámannsins asni þess sem aftur hafði snúið. [ Og þá hann var farinn mætti eitt león honum á veginum og drap hann. Og hans líkami lá á götunni og asninn stóð hjá honum. Leónið stóð og hjá líkamanum. Og sem menn gengu þar framhjá sáu þeir líkamann liggjanda á götunni og leónið standanda hjá líkamanum. Og þeir komu og sögðu það í staðinn þar sem sá gamli spámaður bjó.

Sem spámaðurinn heyrði þetta sá honum hafði aftur snúið þá sagði hann: „Það er sá guðsmaður sem Drottins munni var óhlýðugur. Því gaf Guð hann leóninu að leónið sundurreif og drap hann eftir þeim orðum sem Drottinn sagði honum.“ Og hann sagði til sinna sona: „Söðlið minn asna.“ Og sem þeir höfðu söðlað hann sté hann á bak og reið í burt og fann hans líkama liggjanda á veginum og asnann og leónið standandi hjá líkamanum. Og leónið hafði ekki par etið af líkamanum og ekki heldur sundurrifið asnann.

Þá tók spámaðurinn þess guðsmanns líkama upp og lagði hann á asnann og flutti hann aftur og kom í þess gamla spámanns borg að gráta þar og jarða hann. Og hann lagði líkamann í sína gröf og grét yfir honum: „Aví, minn bróðir!“ Og sem þeir höfðu jarðað hann þá sagði hann til sinna sona: „Þá eg andast þá skulu þér jarða mig í þessari gröf sem þessi guðsmaður er lagður og leggið mín bein hjá hans beinum. Því það mun ske sem hann hefur sagt fyrir Drottins orð móti altarinu í Betel og í móti öllum hofum hæðanna sem að eru í Samarie borgum.“

Jeróbóam sneri sér ekki frá sínum vondu vegum eftir þetta heldur spillti hann sér hvað af öðru og gjörði hofpresta af þeim minnsta háttar mönnum meðal fólksins. Og hver sem að honum þóknaðist, þess hönd fyllti hann og sá varð prestur á hæðunum. Og þetta varð Jeróbóams húsi til syndar svo að það spilltist og varð afmáð af jörðunni.