Þessi er sú blessan með hverri að Móses guðsmaður blessaði Ísraelsbörn áður en hann deyði, og sagði: Drottinn er kominn af Sínaí og hann er þeim af Seír upprunninn. Hann birtist af fjallinu Param og kom með margar þúsundir heilagra. Til hans hægri handar er eitt glóandi lögmál til þeirra. Hann elskaði fólkið, allir hans heilagir eru í þinn hendi, þeir munu setja sig hjá þínum fótum og munu læra af þínum orðum. Móses bauð oss lögmálið, þeirri arfleifðinni mannfjöldans Jakobs. Og hann stjórnaði so sem úti einu konunglegu embætti og hélt þeim æðstu mönnum fólksins til samans og þeim kynkvíslum Ísraels.

Rúben skal lifa og ekki deyja og hans alþýða skal fá vera. [

Þessi er sú blessan Júda og hann sagði: Drottinn heyri raustina Júda, láttu hann stjórna sínu fólki, láttu hans magt mikla vera og lát hann fá hjálp á móti sínum óvinum.

Og hann sagði til Leví: Þinn réttur og þitt ljós skal vera hjá þínum heilaga manni sem þú freistaðir í Massa, þar eð þér þráttuðuð hjá Mótmælisvatninu. [ Hann segir til síns föðurs og til sinnar móður: Ég sé hann ekki, og til síns bróðurs: Ég þekki hann ekki, og til síns sonar: Ég veit ekki af honum. Þeir héldu þín orð og varðveittu þinn sáttmála. Þeir munu læra Jakob þín réttindi og Ísrael þitt lögmál. Þeir skulu bera það reykelsi fyrir þín vit og algjört offur upp á þitt altari. Drottinn blessi hans megn, lát þér þóknast hans handaverk. Sundur slá þú þeirra hrygg sem setja sig upp á móti honum og á þeim sem hata hann so að þeir reisi sig ekki upp.

Og til Benjamíns sagði hann: Það hið [ elskulega Drottins skal búa tryggilega og hann skal alltíð hlífa honum og han skal búa á millum hans herða. [

Og til Jósef sagði hann: Hans land liggur í blessan Drottins. [ Þar eru eðla ávextir af himni, af dögginni og af þeim djúpunum sem þar liggja undir niðri. Þar eru eðla ávextir af sólunni og eðla fullgróinn ávöxtur af tunglinu og af þeim háfjöllunum mót austrinu og af þeim smáhæðunum ævinlegana og eðla ávöxtur af jörðunni og hvað sem í henni er. Hans blessan sem birtist í rjóðrinu komi yfir Jósefs höfuð og yfir hvirfil þess Nasarei á meðal hans bræðra. [ Hans fegurðarprýðing er líka sem eins frumgetins uxa og hans horn eru sem eins einhyrnings horn. Meður þeim sömu skal hann steyta fólkið til samans og allt til landsins enda. Það eru þúsundir Efraím og þær þúsundir Manasse.

Og til Sebúlon sagði hann: Gleð þig þú Sebúlon í þínum útgangi og þú Ísaskar gleð þig í þínum landtjöldum. [ Þeir skulu kalla fólkið upp á fjallið og offra þar því réttlætisins offri því þeir skulu sjúga þó yfirfljótanlega gnægð sjávarhafsins og þá niðursökktu fésjóðuna í sandinum.

Og til Gað sagði hann: Blessaður veri Guð sem útbreiðir Gað. [ Hann liggur sem eitt león og rænir armlegginn og höfuðskelina. Og hann sá að honum var gefið eitt höfuð og einn lærifaðir sem að hulinn er, sá eð kom með fólksins höfðingjum útvegaði Drottins réttvísi og hans réttdæmi í Ísrael.

Og til Dan sagði hann: Dan er eitt ungt león, hann mun fljóta af Basan. [

Og til Neftalí sagði hann: Neftalí skal hafa gnægð hvað honum vel líkar og mun saddur vera af blessan Drottins. [ Á mót vestrinu og suðrinu skal hans eign vera.

Og til Asser sagði hann: Asser skal velsignast með sonum, hann skal sínum bræðrum þakknæmur vera og dýfa sínum fæti í viðsmjör, járn og kopar skal vera á hans skófötum. [ Þín elli skal vera líka sem þinn æskualdur.

Þar er enginn Guð so sem sá Guð réttdæmisins hver eð situr á himnum uppi, han veri þín hjálp. Hans dýrð er í skýjunum, þar eð er Guðs bústaður frá upphafinu og á meðal armleggjanna eilíflegana. Og hann mun útdrífa þína óvini fyrir þér og segja: Verið eyðilagðir. Ísrael hann skal ugglaus búa, brunnur Jakobs skal vera á því landinu sem korn og vín er, þar til með skal hans himinn drjúpa af dögg. Sæll ertu Ísrael, hver er þinn líki? Og þú fólk sem að frelsast fyrir Drottinn sem er þinn hjálparskjöldur og þitt sigurvinningarsverð, þínir óvinir skulu lækkast en þú skalt frambruna á þeirra hæðum.