CII.

Bæn hins fáráða nær eð hann kvelst í hugarangri og fyrir Drottni úthellir sinni hryggðarbæn.

Drottinn, heyr þú bæn mína og láttu mitt ákall til þín koma.

Byrg ekki þitt andlit fyrir mér, út í neyðartíma þá hneig þú þitt eyra til mín, nær að eg kalla á þig þá bænheyr þú mig sem skjótast.

Því að mínir dagar eru í burt liðnir sem reykur og mín bein þau eru forbrennd líka sem annar eldibrandur,

mitt hjarta er slegið og uppþornað líka sem annað gras svo það eg forgleymi míns brauðs að neyta.

Mín bein þau loða við mitt hold út af gráti og andvarpan.

Eg em vorðinn líka so sem [ reyrstorkur á eyðimörku, eins líka em eg vorðinn svo sem önnur náttugla í eyðihúsum,

eg vaki og em so sem einmana fugl á húsþekjum uppi.

Daglega níða mig mínir óvinir og þeir eð hæða að mér sverja um mig.

Því að öskva et eg líka sem brauð og með harminum samblanda eg minn drykk

fyrir þinni ógnan og heiftarreiði, því að þú hefur svo upplyft mér og mig í grunn niðurslegið.

Mínir dagar eru í burtu liðnir sem skuggi og eg sem so sem annað hey uppþornaður.

En þú, Drottinn, blífur ævinlega og þín minning um aldur og ævi.

Tak þig upp og vert miskunnsamur yfir Síon því að tíminn er til að þú sért henni líknsamur og sá tími er kominn.

Því að þínir þjónustumenn vildu fegir að hún uppbyggðist og sæi gjarnan það hennar steinar og kalk tilbúið yrði

so það, Drottinn, hinir heiðnu óttuðust þitt nafn og allir konungarnir á jörðu þína dýrð

því að Drottinn hann uppbyggði Síon og birtist svo í þinni vegsemd.

Hann álítur bænaákall hinna fyrirlitnu og forsmáir ekki þeirra bæn.

So það verður [ ritað upp á eftirkomandi kynkvíslir og það fólk sem skapað skal verða mun lofa Drottin.

Því að hann lítur út af sinni heilagri hæð og Drottinn hann sér af himni ofan á jörðina

svo að hann heyri andvarpan hins hertekna og leysi sonu dauðans

upp á það þeir kunngjöri nafnið Drottins til Síon og hans lof til Jerúsalem

þá eð fólkið kemur til samans og kóngaríkin Drottni að þjóna.

Hann linaði á veginum minn kraft, hann stytti mína daga.

Eg segi: „Minn Guð, svipt mér ekki í burt að [ hálfnuðum dögum mínum, þín ár þau vara um aldur og ævi.“

Þú hefur þegar af upphafi jörðina grundvallað og himnarnir eru þín handaverk.

Þeir forganga en þú blífur, allir munu þeir fyrnast so sem annað fat, þeir munu skiptast svo sem annað klæði þá eð þú umskiptir þeim.

En þú blífur þann sami þú ert og þín ár taka öngvan enda.

Synir þinna þjónustumanna munu blífa og þeirra sæði mun tíngast fyrir þér.