XVI.

Þar fyrir urðu þeir og tilheyrilega með slíku plágaðir og urðu píndir af fjölda illra orma. [ Í móti hverri plágu þú gjörðir þínu fólki gott og tilbjóst þeim eina nýja fæðu, sem er coturnices, þeim til næringar, eftir hverjum þá lysti, so að þeir sem girnd höfðu til slíks matar skyldu og so læra af þessum gefnum fuglum að stilla náttúrlega nauðþurft. En þeir aðrir sem um litla stund nauð liðu skyldu og eta nýjan mat. Því að það átti so til að ganga að slík neyð sem ekki kunni að hindrast hún skyldi koma yfir þá aðra sem ranglega höndluðu en þessum skyldi það vera aðeins ein undirvísun hvernin þeirra óvinir yrðu plágaðir.

Sannlega þar komu og vond, ólm dýr yfir þessa og þeir urðu bitnir og fordjarfaðir af bjúgum höggormum. Þó varði sú reiði eigi til enda heldur urðu þeir um stundarsakir hræddir til viðvörunar. [ Því þeir höfðu eitt hjálparteikn so að þeir skyldu hugsa upp á boðorðið þíns lögmáls. Því að hverir sem sneru sér að því teikni þeir urðu heilbrigðir, ekki fyrir það á hvert þeir horfðu heldur fyrir þig, þú hjálpari allra, og þar með auðsýndir þú vorum óvinum að þú ert sá sem frelsar frá öllu illu.

En hinir urðu rifnir í hel af engisprettum og fuglum og kunnu eigi neina lífshjálp að finna því að þeir voru þeirrar plágu maklegir. En þær eiturlegu drekatennur kunnu ekki að skaða þín börn því að þín miskunnsemi varðveitti þau og gjörði þau heilbrigð. Því að þau voru þar fyrir ströffuð og strax aftur læknuð so að þeir skyldu læra að hugsa upp á þitt orð og falla ekki ofdjúpt í gleymskuna heldur vera ósnúanlegir frá þínum velgjörningum. [ Því að hverki jurtir né plaster læknaði þá heldur þitt orð, Drottinn, sem læknar alla hluti. Því þú hefur magt bæði yfir lífinu og yfir dauðanum og þú leiðir niður til helvítisporta og þú leiðir burt þaðan aftur. En þar sem nokkur maður vegur annan af sinni illsku þá kann hann ekki þann útfarna anda aftur að færa og eigi þá fráskildu sál aftur að leiða.

En ómögulegt er að komast undan þinni hendi því að þeir óguðlegu sem ei vildu þekkja þig þeir urðu strýktir fyrir þinn megtuga armlegg þá þeir voru yfirfallnir með fáheyrðu regni, hagli, óveðri, so þeir kunnu ei undan að komast og urðu af eldinum uppetnir. Og það var mest furðandi að eldurinn brann mest í vatninu hvert eð þó útslökkur alla hluti því að veröldin stríddi fyrir þá réttlátu. [ Stundum stillti login sig so að hann ekki uppbrenndi þau dýr sem send voru á meðal þeirra óguðlegu heldur að þeir sjálfir skyldu kunna að sjá hvernin þeir urðu fyrir Guðs dóm svo plágaðir. En stundum logaði eldurinn í [ vatninu móti eldsins eðli so að hann í eyði legði þá ranglátu.

Þar í mót fæddir þú þitt fólk með englafæðu og sendir þeim tilbúið brauð af himninum án erfiðis, hvert að alla lífslysting veitt gat og var sérhverjum eftir sínum smakki (því að ef að menn bíða eftir þér þá opinberar þú þínum börnum hversu sætur þú ert) því að hver gjörði þar af hvað hann vildi eftir því sem hann fékk lysting til að smakka, svo eður svo. [ En þar var snjór og hagl í eldinum og smeltist ekki so að þeir skyldu vita hvernin að eldurinn sem og einnin brann í haglinu og lýsti í regninu fordjarfaði óvinanna ávöxtu.

Sá sami eldur hlaut að gleyma sínum eigin krafti upp á það að þeir réttlátu skyldu snúa sér. [ Því að skepnan sú sem þér þjónar sem sínum skapara er reiðubúin að plága þá ranglátu og hún mýkist til að gjöra þeim gott sem treysta upp á þig. Þar fyrir lét hún og umbreyta sér alla vegana á þeim tíma og þjónaði þeirri gáfu sem fæddi alla, hvern eftir sínum vilja sem hann meðþurfti, so að þín börn skyldu læra, hver þú elskar, Drottinn, að vaxinn ávöxtur fæðir ekki manninn heldur þitt orð uppheldur þeim sem trúir á þig. Því að það sem ekki foreyddist af eldinum það varð strax heitt af litlu sólskini og bráðnaði so það yrði heyrumkunnigt að menn ættu að þakka þér áður en sólin uppgekk og koma fram fyrir þig þegar ljósið gekk upp. [ Því að von hins óþakkláta skal forganga sem hrímfrost á vetri og burt renna sem gagnlaust vatn.