II.

[ Eg vil yður vita láta, hverja áhyggju eg hefi fyrir yður, og fyrir þeim í Laodicea, og öllum þeim sem mitt auglit hafa eigi séð í Holdinu, So að þeirra hjörtu hugsvöluðust, og samlynduð yrði í Kærleikanum, og til allrar auðgunar fullkomins skilnings, að viðurkenna leyndan dóm Guðs Föðurs og Christi, í hverjum huldir liggja allir sjóðir Viskunnar og Viðurkenningarinnar.

En eg segi þar af, Það enginn tæli yður með líklegum ræðum. Því að þó eg sé þar ekki eftir Holdinu, þá em eg þó í Andanum hjá yður, fagnandi, það eg sé yðra skikkan og yðra staðfasta Trú á Christum. Líka so sem þér hafið nú meðtekið DROTTIN Christum Jesúm, so líka gangið í honum, og verið innrættir uppbyggðir í honum, og verið staðfastir í Trúnni, sem þér eruð lærðir til, og yfirgnæfið í honum með þakkargjörð.

Sjáið til, það enginn ræni yður fyrir Philosophiam og hégómlegar tælingar, eftir manna lærdómi og Veraldarinnar setningi, en eigi eftir Christo Jesú. Því að í honum byggir öll gnægð Guðdómsins Líkamlega. Og þér eruð fullkomnir í honum, hann sem er höfuð alls höfðingja dóms, og valdsstéttar. Í hverjum þér eruð umskornir, með umskurn án handa, fyrir aflögu Syndsamlegs Líkama í holdinu, einkum fyrir umskurning Christi, Í því, þar þér eruð með honum greftraðir, fyrir skírnina, í hverri þér eruð upp aftur rifnir fyrir Trúna, sem Guð verkar, hver eð hann uppvakti af Dauða.

Og hefur yður einnen, með honum lifandi gjört. Þann tíð þér voruð dauðir í Syndum, og í Yfirhúð yðvars holds. Og hefur oss fyrirgefið allar vorar Syndir, og afskafið þá handskrift [ sem móti oss var, hver í setningum var hulin, og oss gagnstaðleg var, og hefur hana mitt á burt tekið, og á Krossinn neglt. Og hefur afflett höfðingjadóma og Volduga, og til sýnis framleitt opinberlega, og Sigri hrósað yfir þeim, fyrir sig sjálfan.

Af því látið öngvan gjöra yður samvisku neina, í Mat eður Drykk, ellegar með sérdeilis Helgihöld, eða Tunglkomur, eður Þvottdaga, Hvert að er skuggi af því sem tilkomandi var, en sjálfur Líkaminn er í Christo. Látið öngvan svipta yður málteikninu, af þeim sem eftir eigin þótta ganga, í auðmýkt og andlegleik Englanna, Hverja hann sá aldrei, og er til ónýtis upphrokaður í sínu Kjötlegu sinni, Og heldur sig ekki við Höfuðið sem er, Christur, af hverjum allur Líkaminn fyrir Limu og Liðanna samtenging öðlast styrking og samanhald, og vex so til Guðlegrar stærðar.

Fyrst þér eruð nú dauðir með Christo, frá Veraldarinnar setningum, Hvernin láti þér þá verða yður með setningu? Líka so sem að lifðu þér enn í Veröldinni. Hinir sem segja, Eigi skaltu á því taka, Eigi skaltu því bergja, Eigi skaltu það áhræra, Hvert þó allt slitnar eður mást ef það er með höndum haft, og eru manna boðorð og kenningar, hverjar eð hafa yfirlit Viskunnar fyrir útvalinn hugarins andlegleik af sjálfu sér og auðmýki, og fyrir það þeir þyrma ei Líkamanum, og gjöra eigi holdinu sína Sæmd, til sinnar nauðþurftar.