XX.

Drottinn talaði við Jósúa og sagði: „Seg þú til Israelissona: Skikkið þá frelsisstaði í millum yðar um hverja eg talaði til yðar fyrir Mosen þangað sem einn mannslagari má flýja sá sem nokkurn slær í hel óviljandi og óvitandi so þeir megi vera frí á millum yðar fyrir eftirmálsmanninum. [ Og sá sem flýr til einhvers þeirra staða, hann skal standa fyrir utan staðarportið og opinbera þar sína sök fyrir öldungunum staðarins. Síðan skulu þeir taka hann inn í staðinn til sín og gefa honum rúm svo hann megi búa hjá þeim.

Og þá blóðhefnarinn fer eftir honum þá skulu þeir ekki framselja þennan veganda í hans hendur fyrst hann sló sinn náunga í hel óforsvarað og var ekki hans óvin. Svo hann skal búa í þeim sama stað þar til að hann hefur staðið sinn rétt fyrir almúganum, þar til sá æðsti kennimaður andast sem þá er þann sama tíma. Eftir það skal vegandinn koma í sína borg aftur og til síns húss, til þess staðar sem hann áður frá flúði.“

So helguðu þeir Kedes í Galílea á fjallbyggðum Neftalí og Sekem á fjalli Efraím og Kirjat Arba, sem er Hebron, á fjallinu Júda. [ Og hinumegin Jórdanar austur frá Jeríkó gáfu þeir Besen í eyðimörku á sléttlendi af kyni Rúben og Ramót í Gíleað af ætt Gað og Gólam í Basan af ætt Manasse. [

Þessir voru þeir staðir sem skikkaðir voru fyrir alla Ísraelssonu og so fyrir þá framandi sem bjuggu á millum þeirra so að sá skyldi flýja til einhvers af þeim sem nokkurn hafði slegið í hel ófyrirsynju so hann skyldi ekki deyja fyrir blóðhefnaranum fyrr en hann hefði staðið fyrir almúganum.