XXXIIII.

Þetta er það orðið sem skeði af Drottni til Jeremiam þá eð Nabúgodonosor konungurinn af Babýlon með öllu sínu herliði og öllum þeim kóngaríkjum á jörðu sem undir hans valdi voru og öllu fólki barðist á móti Jerúsalem og öllum hennar stöðum og sagði: So segir Drottinn Guð Ísraels: Gakk héðan og tala við Zedechiam konunginn í Júda og seg þú honum: So segir Drottinn: Sjá þú, eg vil gefa þennan stað í hendur konungsins af Babýlon og hann skal uppbrenna hann með eldi. Og þú skalt ekki umflúið geta frá hans höndum heldur skaltu gripinn verða og gefinn vera í hans hönd so að þú skalt sjá hann með augunum og hans munnur skal tala við þinn munn og koma so til Babýlon.

So heyr þú þó, Zedechia kóngurinn Júda, orð Drottins. [ So segir Drottinn um þig: Eigi skaltu líflátinn verða með sverði heldur skaltu í friði deyja. Og so sem þeir hafa kynt báleld yfir þínum forfeðrum hinum fyrri konungum sem fyrir þér hafa verið so skulu þeir og einnin kynda bál yfir þér og harma þig: „Óhó, herra!“ því að eg hefi það sagt, segir Drottinn. Og Jeremias propheti talaði öll þessi orð til Zedechia kóngsins Júda í Jerúsalem þá þegar eð herlið konungsins af Babýlon tók að berjast mót Jerúsalem og á móti öllum yfirblífandi stöðum Júda, sem var á móti Lakís og Aseka það þessir voru enn eftir á meðal þeirra staðanna Júda so sem þeir hinir sterku staðirnir. [

Þetta er það orð sem skeði af Drottni til Jeremia eftir það eð konungurinn Zedechias hafði gjört einn sáttmála við allt fólkið í Jerúsalem til að kunngjöra eitt frelsunarár so að hver skyldi gefa sinn þræl og hver sína ambátt frjálsa sem hann var ebraískur og hún ebresk so að enginn Gyðingur skyldi halda annan fyrir eignarþræl á meðal þeirra sjálfra. [ Þá hlýddu allir höfðingjarnir og allt fólkið sem undir höfðu gengið svoddan sáttmála að hver skyldi gefa sinn þræl lausan og ambátt og halda þá ei meir fyrir eignarþræla og þeir gáfu þá lausa. En þar eftir á tóku þeir sig aftur og heimtu til sín þá þénarana og þjónustukonurnar aftur sem þeir höfðu frjálsa gefið og þvinguðu þá so til að þeir hlutu að vera þrælar og ambátir.

Þá skeði orð Drottins til Jeremia af Drottni og sagði: Svo segir Drottinn Guð Ísraels: Eg gjörði einn sáttmála við feður yðar þann tíð eg útleidda þá af Egyptalandi, af því þrældómshúsi, og eg sagði: Nær eð sjö ár eru umliðin þá skyldi hver láta sinn bróður frjálsan frá sér sem væri ebreskur og hefði selt sig honum og þjónað í sex ár. En yðrir feður hlýddu mér ekki og hneigðu ekki sín eyru þar að. Svo hafi þér og einnin snúið yður í dag og gjörðuð það mér vel þóknaðist það þér létuð boða eitt frelsunarár hver við sinn náunga og gjörðuð um það einn sáttmála fyrir mér í því húsinu sem að nefnt er eftir mínu nafni. En þér kölluðuð það aftur og vanhelguðuð mitt nafn og hver heimti sinn þjónustumann og þjónustukonu aftur sem þér höfðuð frjálsa gefið svo að hver skyldi ráða sjálfum sér og þér kúgið þá nú aftur svo að þeir hljóta að vera yðrir þrælar og ambáttir.

Þar fyrir segir Drottinn so: Þér hlýðið mér ekki so að þér úthrópið eitt frelsunarár hver sínum bróður og náunga. Sjá þú, so úthrópa eg, segir Drottinn, yður eitt frelsunarár til sverðsins, til drepsóttarinnar, til hungursins, og eg vil ekki láta yður blífa í neinu kóngaríki á jörðu. Og eg vil gjöra þetta fólk sem yfirtreður minn sáttmála og heldur ekki þau sáttmálaorðin sem þér gjörðuð fyrir mér líka so sem þann kálfinn hvern eð þeir sundur skiptu í tvö stykki og eru so gengnir á millum þeirra beggja stykkjanna, sem eru höfðingjarnir í Júda, höfðingjarnir í Jerúsalem, hirðsveinarnir, prestarnir og allt fólkið í landinu, sem gengnir eru á millum stykkjanna [ kálfsins. Og eg vil gefa þá í sinna óvina hendur og í þeirra hendur sem sækja eftir þeirra lífi so að þeirra líkamir skulu fuglunum undir himninum og dýrunum á jörðunni að átu verða.

Og Zedechiam konunginum Júda og hans höfðingja vil eg gefa í þeirra óvina hendur og þeirra sem sækja eftir þeirra lífi og því herliðinu kóngsins af Babýlon það sem nú er í burt dregið frá yður. Því að sjá þú, eg vil bjóða þeim, segir Drottinn, og eg vil flytja þá hingað aftur fyrir þennan stað og þeir skulu stríða á móti honum og yfirvinna hann og brenna hann upp með eldi og eg vil foreyða stöðunum Júda svo að enginn skal búa þar lengur. [