XIX.

En þú, gjör einn hryggðargrát yfir Ísraelshöfðingjum og seg þú: Hvar fyrir liggur þín móðir leóninnan á meðal leónanna og uppelur sína leónshvölpa? Hún uppfæddi einn af þeim og þar af varð eitt [ ungt león. Hann vandi sig á það að rífa menn í sundur og eta þá. En þá eð heiðingjarnir heyrðu nú þetta af honum náðu þeir honum í sínum tálgröfum og fluttu hann í járnviðjum til Egyptalands.

Þá eð hans móðir sá nú að hennar von var úti þar eð hún hafði lengi eftir vonað þá tók hún einn [ annan af sínum hvölpum og gjörði eitt ungt león af honum. Þá eð hann gekk nú á meðal leónanna þá varð hann eitt ungt león. Hann vandi sig og á það að rífa fólk í sundur og éta það, hann lærði og það að þekkja þeirra ekkjur og í eyðileggja þeirra staði so að landið og allt það sem þar var inni hræddist hans grimmdarhljóð. Þá lögðu heiðingjarnir sig af öllum löndum allt í kringum hann og köstuðu einu lagneti yfir hann og náðu honum svo í sínum tálgröfum og hnepptu hann bundinn út í eina járnviðjagrind og fluttu hann so til konungsins af Babýlon og þeir létu innibyrgja hann so að hans raust skyldi ekki meir heyrast á Ísraelsfjöllum.

Þín móðir var sem eitt vínviðartré eins líka sem þú, gróðsett hjá vatninu og þess ávöxt og greinir þær spruttu af því mikla vatninu so að þess kvistir blifu so sterkir að þeir dugðu til stjórnarsprota yfirvaldsherranna og urðu hávir á meðal kvistanna. Og þá er þeir sáu að það var svo hátt og hafði svo marga kvistu varð því uppskipt og í sundurrifið í grimmdarreiði og varpað niður til jarðar og í burt kastað. Austanvindurinn uppþurrkaði ávöxtinn þar á og þær hinar sterku greinirnar þar á urðu í sundurbrotnar so að þær visnuðu og uppbrenndust. En nú er það gróðsettt á eyðimörkinni, í einu þurru þyrstugu landi. Og þar er einn eldur útgenginn af þeim sterku kvistunum þar upp á sem foreyddi þeim ávextinum sem þar var á svo að þar er enginn sterkur kvistur á því meir sem hæfur er til eins stjórnunarsprota. Það sama er einn aumlegur og hörmulegur hlutur.