XXX.

Og orð Drottins skeði til mín og sagði: [ Þú mannsins son, spáðu og segðu: Svo segir Drottinn Drottinn: Kveinið og segið: Ó vei þeim deginum, það sá dagurinn er nálægur, já sá dagurinn Drottins er nálægur, einn myrkur dagur, sá tíminn er í nánd það hinir heiðnu skulu koma og það sverðið skal koma yfir Egyptaland og Bláland má hræðast nær eð hinir í hel slegnu falla í Egyptalandi og þá eð það fólk verður í burt flutt og þá eð þess grundvallan um koll veltist. Bláland, Lybia og Lydia, með allsháttuðu múgafólki og Kúb og þeir sem eru af sáttmálans landi skulu falla meður þeim fyrir sverðinu.

Svo segir Drottinn: Þeir landvarnarmenn Egyptalands hljóta að falla og sú drambsemin þeirra magtarveldis skal niður slegin vera, í frá turninum til Síene skulu þeir fyrir sverði falla, segir Drottinn Drottinn. Og þeir skulu í eyði leggjast líka sem þær hinar óbyggðu landsálfurnar og þess staðir skulu í eyði liggja á meðal annarra óbyggðra staða so að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn nær að eg uppkveiki einn eld í Egyptalandi svo að allir þeir sem því veita hjálp foreyddir verði. Á þeim sama tíma skulu sendiboðarnir út fara frá mér í skipin að hræða Bláland sem nú er so athugalaust og þar skal vera ein hræðsla á meðal þeirra líka svo sem það gekk Egyptalandi þá eð þess tími kom því að sjá þú, að vissilegana kemur það. [

Svo segir Drottinn Drottinn: Eg vil í burt drífa mannfjöldann Egyptalands fyrir Nabogodonosor konunginum af Babýlon. Því að hann og hans fólk með honum ásamt með þeim hervíkingum heiðinna þjóða eru þar tilkomnir að þeir fordjarfi landið og þeir munu sín sverð útdraga á móti Egyptalandi svo að landið skal alla vegana liggja fullt með þá í hel slegnu. Og eg vil uppþurrka vatsstraumana og selja landið illskufólki og eg vil fyrir þá hinu annarlegu foreyða landið og allt hvað þar er inni. Eg, Drottinn, hefi talað það.

Svo segir Drottinn Drottinn: Eg vil í burt svipta skúrgoðunum í Nóf og afmá þá afguðina og hinir egypsku skulu öngvan höfðingja lengur hafa og eg vil innsenda eina hræðslu í Egyptaland. Eg vil Patrós í eyði leggja og uppkveikja einn eld í Sóan og láta dóminn ganga yfir Nó. [ Og eg vil úthella minni grimmd yfir Sín sem að er sá sterki kastali Egyptalands og eg vil upprykkja þeim mannfjöldanum í Nó. Eg vil uppkveikja einn eld í Egyptalandi og Sín skal hafa angist og neyð og Nó skal verða í eyði lögð og Nóf skal hafa daglega angist. Þeir hinir ungu karlmenn í Ón og Búbastó skulu falla fyrir sverði og konurnar skulu herteknar í burt fluttar verða. Takpanhes skal fá einn myrkvan dag nær að eg í sundur slæ það okið egypskra so að drambsemin þeirra veldismagtar skal fá einn enda þar inni. Hún skal hyljast með skýjunum og hennar dætur skulu herteknar í burt flytjast. Og eg vil láta dóminn ganga yfir Egyptaland að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.

Og það bar svo til á því ellefta árinu, þann sjöunda daginn á þeim fyrsta mánaðinum

að orð Drottin skeði til mín og sagði: Þú mannsins son, eg vil í sundur brjóta armlegginn faraó konungsins af Egyptalandi og sjá þú, að ei skal um hann bundið verða so að hann megi læknast. Hann skal og ekki heldur meður spelkum umvafinn verða svo að hann geti styrkur orðið og fái sverðinu haldið. Þar fyrir segir Drottinn Drottinn svo: Sjá þú, eg vil til við faraó konunginn í Egyptalandi og eg vil í sundurbrjóta hans armlegg, bæði þann hinn öfluga og hinn veika, svo að sverðið skal falla af hans hendi. Og eg vil í burt dreifa þeim egypskum á meðal þjóðanna og í burt drífa þá út í löndin.

En eg vil styrkja armleggi konungsins af Babýlon og fá honum mitt sverð í hendur og eg vil í sundurbrjóta armleggina pharaonis so að hann skal stynja fyrir honum líka sem sá er til ólífis er særður. [ Já eg vil styrkja armleggina konungsins af Babýlon so að armleggir pharaonis skulu niður síga upp á það að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn nær eð eg gef mitt sverð í konungsins hönd af Babýlon að hann skal útrykkja því yfir Egyptaland og eg í burt dreifi þeim egypskum á meðal þjóðanna og í burt skipa þeim í löndin so að þeir skulu formerkja að eg er Drottinn.