IX.

Og Davíð sagði. „Mun þar enginn eftir orðinn af húsi Saul svo að eg megi veita honum miskunn fyrir sakir Jónatan?“ En þar var einn þénari af húsi Saul. Hann hét Síba. Þann kölluðu þeir fyrir Davíð. Og kóngurinn sagði til hans: „Ert þú Síba?“ [ Hann sagði: „Já, þinn þénari.“ Kóngurinn sagði: „Lifir þar enginn af húsi Saul svo að eg megi veita honum Guðs miskunnsemi?“ Síba svaraði: „Þar lifir enn nú eftir einn sonur Jonathe og er fótlama.“ Kóngurinn sagði til hans: „Hvar er hann?“ En Síba svaraði: „Sjá, hann er í Lódabar í húsi Makír, sonar Ammíel.“

En sem Mefíbóset son Jonatha sonar Saul kom fyrir Davíð féll hann fram á sína ásjónu og kvaddi kónginn. [ Davíð sagði: „Mefíbóset.“ Hann svaraði: „Hér er eg, þinn þénari.“ Davíð sagði til hans: „Óttast ekki því að eg vil veita þér miskunn fyrir sökum þíns föðurs Jonatha so að eg vil gefa þér aftur alla þá akra sem átti þinn faðir Saul. Og þú skalt daglega eta brauð við mitt borð.“ Hann tilbað kónginn og sagði: „Hver em eg, þinn þræll, að þú álítur slíkan dauðan hund sem eg er?“

Þá kallaði kóngurinn Síba, Sauls þénara, og sagði til hans: „Eg hefi gefið syni þíns herra allt það sem Saul átti og allt hans hús. So skalt þú nú og þín börn og þínir þrælar fága hans akra með þínu erfiði til inntekta og atvinnu syni þíns herra. En Mefíbóset, sonur þíns herra, skal daglega eta brauð við mitt borð.“ Og Síba hafði fimmtán syni og tuttugu þræla. Og Síba svaraði kónginum: „Allt það sem minn herra kóngur hefur boðið sínum þénara það skal hans þénari gjöra. Og Mefíbóset skal eta við mitt borð svo sem eitt af kóngsins börnum.“ Og Mefíbóset átti einn ungan son sem hét Míka. [ Og allir þeir sem bjuggu í húsi Síba þeir þjónuðu Mefíbóset. Og Mefíbóset bjó í Jerúsalem því hann át daglega af kóngsins borði og var haltur á báðum fótum.