V.

Og eg sá í hægri hendi þess sem á stólnum sat bók skrifaða innan og utan, innsiglaða með sjö innsiglum. [ Og eg sá sterkan engil prédika með mikilli raust: „Hver er verðugur þessari bók upp að lúka og hennar innsigli upp að brjóta?“ Og enginn, hverki á himnum né á jörðu né undir jörðu, kunni þeirri bók upp að lúka né þar í að sjá. Og eg æpta ógurlega að enginn fannst þar verðugur þeirri bók upp að lúka og að lesa né þar í að sjá.

Og einn af öldungunum segir til mín: „Grát ekki. Sjá, það leónið sem er af slekti Júda, rót Davíðs, hefur yfirunnið að það opni bókina og uppbrjóti hennar sjö innsigli.“ [ Og eg gáði að og sjá, í miðið stólsins og þeirra fjögra dýra og mitt á milli öldunganna þá stóð lamb, líka sem væri það drepið, og hafði sjö horn og sjö augu, hver að eru sjö andar Guðs útsendir um öl lönd. Og það kom og tók bókina úr hægri hendi þess sem á stólnum sat.

Og þá er það tók bókina þá féllu fram þau fjögur dýrin og fjórir og tuttugu öldungarnir fyrir lambinu og hver einn hafði hörpu og gullker full reykelsis hver að eru bænir heilagra og sungu nýjan lofsöng og sögðu: „Þú ert verðugur að meðtaka bókina og upp að brjóta hennar innsigli því að þú ert slátraður og endurleystir oss með þínu blóði út af allsháttuðum kynkvíslum og tungum, fólki og þjóðum og hefur oss gjört Guði til konunga og kennimanna. Og vér munum ríkja á jörðu.“

Og eg sá og heyrði rödd margra engla umhverfis stólinn og um dýrin og um kring öldunganna. Og þeir voru að tölu mörg þúsund þúsunda og sögðu hárri raust: „Verðugt er lambið það slátrað er að meðtaka kraft og ríkdóm og visku og styrk, dýrð, heiður og lofgjörð.“ Og allar skepnur þær á himnum eru og á jörðu og undir jörðu og í sjónum og allt hvað í þeim er heyrða eg segja til hans sem á stólnum sat og til lambsins: „Lof, heiður og dýrð og vald um aldir og að eilífu.“ Og þau fjögur dýrin sögðu: „Amen.“ Og þeir fjórir og tuttugu öldungar féllu fram og tilbáðu þann sem lifir um aldir alda að eilífu.