IX.

Því hefi eg allt svoddan sett mér í hjarta og rannsakað það að þeir hinir réttlátu og hyggnu með sínum þénurumj eru í Guðs hendi, þó veit enginn maður hverki hatur né kærleika sem hann hefur fyrir sér.

Það gengur svo einum sem öðrum, réttlátum sem ranglátum, góðum sem illum, þeim sem offrar líka sem þeim sem ekki offrar. So sem góðum gengur, svo gengur syndugum, svo sem meineiðurum gengur, svo gengur og þeim sem forðast eiðana. Það er einn herfilegur hlutur á meðal allra sem eru undir sólunni að einum vegnar svo sem öðrum. Þar af verða hjörtu mannanna full af vonsku og fáviska er í þeirra hjarta svo lengi þeir lifa og þar eftir hljóta þeir að deyja.

Því að á meðal allra lifandi manna er það sem hver mann æskir, sem er vonin (því að einn lifandi hundur er betri en eitt dautt león). Því þeir [ liföndu vita að þeir skulu deyja en hinir dauðu vita ekki par, þeir forþéna ekki og ekki meira því þeirra minning er gleymd. Þeir verða og eigi framar elskaðir, eigi hataðir né öfundaðir og öngva hlutdeild hafa þeir meir af öllu því sem sker í veröldinni undir sólunni.

Svo far nú burt og et þitt brauð með gleði og drekk þitt vín með glaðværu hjarta því þín verk þóknast Guði. Lát þú þín klæði ætíð vera hvít og lát þitt höfuð aldrei vanta viðsmjör.

Al þú aldur þinn með þinni kvinnu sem þú kæra hefur svo lengi sem þitt forgengilega líf varir sem Guð hefur gefið þér undir sólunni og so lengi sem þú hégómalíkama hefur. Því að það er þinn partur í lífinu í þínu arfiði það þú fremur undir sólunni. Alt það þú veist þér best að gjöra þá gjör það snarlega því í gröfinni í hverja þú fer þá er þar hverki verknaður, hagleiki, hyggindi né vísdómur.

Eg snera mér og sá hvernin það gekk til undir sólunni: Til að hlaupa hjálpar ekki að vera fljótur, til bardaga hjálpar ekki styrkleiki, til næringar stoðar ekki siðsemd, til ríkdóms hjálpar ekki klókskapur, að vera geðþekkur hjálpar ekki til að kunna einn hlut vel, heldur er það allt saman komið undir tímanum og lukkunni. Maðurinn veit og ekki sinn tíma heldur líka sem fiskurinn veiðist á skaðsömum öngli og fuglin næst í snörunni so verður og manninum burt kippt á vondum tíma nær hann fellur fljótlega yfir hann.

Svoddan vísdóm sá eg undir sólunni að mér þótti mikill vera, að þar var einn lítill staður og fátt fólk inni. So kom þar einn mikilsháttar, megtugur kóngur og settist um staðinn og byggði stórt hervirki um hann. En í staðnum fannst einn hygginn, fátækur maður, hver eð frelsaði staðinn með sínum vísdómi og enginn minntist á þann fátæka mann. Þá sagða eg að viskan er betri en sterkleikinn. Þó urðu hyggindi hins fátæka forsmáð svo enginn skeytti hans ráðum. Því sker svo að hyggins manns orð orka meir hjá saktmóðigum heldur en herranna hróp hjá heimskum. Því er vísdómurinn betri en nokkur herklæði en einasta einn [ skálkur spillir miklu góðu, svo sem skaðsamir fuglar fordjarfa oft góð smyrsl. Þar fyrir er stundum heimskan betri en mikill vísdómur og æra. Því hyggins manns hjarta er í hans hægri hendi en hjarta hins heimska í hans vinstri hendi. Og þó hinn heimski sé fávís í sínum gjörningi þá heldur hann þó hvern mann fyrir þuss. Þar fyrir þegar framgengur ofstopi hins volduga í móti þínum vilja þá fall ekki í mistraust því þolinmæði [ stillir stóra ólukku.