Svo erfiðaði Besaleel og Ahalíab og allir hyggnustu menn sem Drottinn hafði gefið vísdóm og skilning að vita hvörnin þeir skyldu smíða allrahanda smíði til helgidómsins þjónustu eftir því öllu sem Drottinn hafði boðið. [ Og Móses kallaði Besaleel og Ahalíab og alla vísa menn sem Drottinn hafði gefið vísdóm í þeirra hjörtu, sem voru allir þeir sem með eirn frían vilja buðu sig sjálfa til og gengu fram að erfiða á þeim verknaði. Og þeir meðtóku til sín af Móse alla þá lyfting sem Ísraelssynir frambáru til að gjöra þann gjörning með sem heyrði til helgidómsins þjónustu svo hún skyldi verða gjörð, því þeir baru hvörn morgun sínar velviljuglegar gáfur til hans.

Þá komu allir þeir vísustu sem erfiðuðu uppá helgidómsins gjörning, hvör í sinni iðju sem þeir gjörðu, og sögðu til Mósen: „Fólkið ber ofmikið fram, meir en þar gjörist þaurf til gjörnings þessarar þénustu sem Drottinn hefur boðið að gjöra.“ Síðan bauð Móse að hrópa skyldi út um herbúðirnar að enginn skyldi bera meira fram til helgidómsins lyftingar. Og þá lét fólkið af að bera fram því það var nóg til allsháttaðs gjörnings sem þar var að gjöra og það gekk þó af.

So gjörðu allir þeir vísu menn sem voru á meðal erfiðaranna að gjörningi tjaldbúðarinnar tíu sparlök af hvíttvinnuðu silki, gulu silki, skarlati, purpura, kerúbím forkostulega gjört. [ Hvört sparlak var átta og tuttugu álna langt og fjögra álna breitt og þau voru öll við eirn máta. Og menn bundu fimm sparlök til samans, hvört við annað, og gjörðu gular lykkjur í hvörn jaðar á sparlökunum so þau mættu bindast til samans, já fimmtyi lykkjur á hverju sparlaki að festa þau saman með. Og þeir gjörðu fimmtygi hringa af gulli og bundu það eina sparlak til þess annars með þeim so að þar yrði ein tjaldbúð.

Svo gjörði hann ellefu hárklæði af geitahári til þaks yfir tjaldbúðina. [ Þrjátygu álna löng og fjögra álna breið, aull voru þau jafnlöng. Fimm festi hann til samans sér í lagi og sex til samans í auðru lagi. Og hann gjörði vel fimmtygu lykkjur í jaðrana á hverri hæru, að þau þar með mætti saman bindast, og gjörði fimmtygu koparkróka að binda hærurnar til samans með í eitt. Og hann gjörði eitt þak yfir búðina af rauðu hrútaskinni og so enn nú eitt þak utan yfir það af greifingjaskinni.

Og hann gjörði fjalir til tjaldbúðarinnar af trjám setím sem standa skyldu. [ Hvör var tíu álna löng og hálfrar annarrar álnar breið og tveir tittar á sérhvörri so hver mætti setjast til annarrar þar með. So gjörði hann allar fjalirnar til tjaldbúðarinnar so að tuttugu af þeim sömum fjölum stóðu uppá þá syðri síðu. Og hann gjörði fjörutygu silfurfætur undir þær, tvo fætur undir hverja fjöl við hennar tvo titta. Hann gjörði líka tuttugu fjalir á þá nyrðri síðu í tjaldbúðinni með fjörutygu silfurfótum, tvo fætur undir hverja fjöl. En til baka á tjaldbúðinni í vestur gjörði hann sex fjalir og tvær aðrar hornfjalir á tjaldbúðinni, so að hvör af þeim báðum með sinni hornfjöl gaf sig til samans frá neðanverðu og sömuleiðis ofan til með einum oka so að sömu fjalir voru átta og sextán fætur, undir hverri tveir fætur.

So gjörði hann stengur af trjám setím, fimm til þeirra fjala sem stóðu á þá eina síðu tjaldbúðarinnar og fimm á þá aðra síðu og fimm á bak til mót vestri, og gjörði stengurnar að þær mætti stingast mitt í gegnum fjalirnar, frá einu horninu til annars. [ Og hann bjó fjalirnar með gull og þeirra hringa gjörði hann af gulli til stanganna og bjó stengurnar með gull.

Hann gjörði og eitt fortjald með kerúbím þar uppá forkostulega, af gulu silki, skarlati, purpura og hvíttvinnuðu silki, og gjörði fjóra stólpa þar til af trjám setím og sló þá með gulli og þeirra hnappa af gulli, og steypti fjórar fætur þar til af silfri og gjörði eitt fortjald fyrir tjaldbúðardyrnar af gulu silki, skarlati, purpura, stangað með hvíttvinnuðu silki, og fimm stólpa með þeirra hnöppum og sló þeirra hnappa og laufverk með gull, og fimm koparfætur þar við. [