IIII.

En sem þeir töluðu til fólksins komu til þeirra prestar og yfirboðarar musterisins og Saducei. [ Þeim mislíkaði það að þeir skyldu læra fólkið og það þeir boðuðu í nafni Jesú upprisu af dauða, lögðu hendur á þá og settu þá í varðhald til næsta morguns því að kveld var komið. En margir af þeim er orðið heyrðu gjörðust trúaðir og tala þeirra manna varð nær fimm þúsundum.

En að morni komnum samansöfnuðust höfðingjar þeirra og öldungar og skriftlærðir í Jerúsalem og Hannas kennimannahöfðingi og Kaífas, Jóhannes og Alexander og so margir sem þeir voru út af kennimannakyninu skikkuðu þá mitt fram fyrir sig og spurðu þá að: „Af hverjum krafti eða í hvers nafni gjörðuð þér þetta?“ Pétur, fullur af heilögum anda, sagði til þeirra: [ „Heyri þér höfðingjar lýðsins og öldungar í Ísrael: Þótt vér rannsökust í dag um það er vér gjörðum vel til þessum sjúka manni og af hverju skjali hann var heilbrigður gjör þá sé yður það og öllu Ísraelsfólki kunnigt það þessi stendur (í nafni Jesú Christi af Naðsaret þann þér krossfestuð, hvern er Guð uppvakti af dauða) hér fyrir yður heilbrigður. Hann er og sá steinn sem útskúfaður er af yður uppbyggjurum, hver eð gjörður er að höfði hyrningar. Og eigi er í nokkrum öðrum heilsugjöf því að þar er ekkert annað nafn gefið himninum undir á meðal manna í hverju oss byrjar sáluhólpnum að verða.“

En sem þeir sáu stöðugleik Péturs Og Johannis undraði þá því þeir vissu fyrir sann það þeir voru ólærðir og leikmenn og þekktu þá það þeir höfðu verið með Jesú. [ En þeir sáu manninn þann sem heill var orðinn standa hjá þeim og kunnu þar ekki í mót að segja. Þá skipuðu þeir þeim út í burt frá ráðinu og tóku þá að ráðgast um sín á milli og sögðu: [ „Hvað skulu vér gjöra þessum mönnum? Því að það teikn sem af þeim er gjört er kunnigt öllum þeim sem í Jerúsalem byggja og vær getum því ei neitað. En so að það skuli eigi víðara útspyrjast meðal fólksins þá ógnum þeim alvarlega að þeir segi eigi neinum manni héðan í frá af þessu nafni.“

Og þeir létu kalla á þá og buðu þeim að þeir töluðu ei með nokkru móti né kenndu í nafni Jesú. En Pétur og Jóhannes svöruðu og sögðu til þeirra: [ „Dæmi þér sjálfir hvort það er rétt í Guðs augliti að vér skulum framar hlýða yður en Guði. Því að það megum vær eigi að vér skulum eigi tala það hvað vér höfum heyrt og séð.“ En þeir ógnuðu þeim og létu þá lausa og fundu eigi hvernin þeir gæti þá pínt fyrir fólksins sakir af því að allir lofuðu Guð yfir því sem til hafði borið. Því að sá maður var meir en fjörutígir ára gamall á hverjum eð skeð var þetta heilsuteikn.

Og sem þessir voru lausir látnir komu þeir til sinna, kunngjörðu þeim hvað helst að prestahöfðingjar og öldungarnir höfðu til þeirra sagt. [ Þá þeir heyrðu það hófu þeir upp með einum huga sína rödd til Guðs og sögðu: „Þú Drottinn sem ert sá Guð er gjörðir himin og jörð, sjóinn og alla hluti hverjir í þeim eru, sá þú sagðir fyrir munn þíns þjóns Davíðs: Fyrir því æddu so hinir heiðnu og fólkið ásetti það hvað hégómlegt var? Konungar jarðarinnar héldu til sama og höfðingjar samansöfnuðust í eitt í gegn Drottni og í gegn hans Kristi.

Því sennilega komu þeir til samans í þessari borg í gegn þínum heilaga syni Jesú þann þú smurt hafðir, Heródes og pontverskur Pílatus samt öðrum heiðingjum og Ísraelsfólki að gjöra hvað þín hönd og þitt ráð hafði áður fyrri hugsað hvað ske skyldi. Og nú, Drottinn, lít þú á þeirra heitingar og gef þínum þjónum með allri alúð að tala þitt orð og rétt út þína hönd so að þar ske teikn, heilsur manna og stórmerki fyrir nafn þíns heilags sonar Jesú.“ [ Og sem þeir höfðu beðið fyrir hrærðist sá staður í hverjum þeir voru til samans safnaðir og þeir urðu allir fullir af heilögum anda og töluðu Guðs orð með allri alúð.

En mannmergð þeirri er trúði var eitt hjarta og ein önd. Og eigi sagði nokkur þeirra að það væri sitt er hann átti heldur voru þeim allir hlutir sameiginlegir. Og af miklum krafti gáfu postularnir vitnisburð af upprisu Drottins Guðs vors Jesú Christi og mikil náð var þeim öllum. Þar var og enginn þurfandi því að so margir sem þeir voru er akra eður hús áttu þeir seldu það og fluttu verðkaup þeirra peninga sem þeir höfðu selt og lögðu fram fyrir fætur postulanna og sérhverjum skiptist eftir því hann hafði þörf til. [

En Jóses sá er auknefndur var af postölunum Barnabas (hvað er þýðist Huggunarsonur), Levíti að ætt út af Ciprien, hann hafði akur og seldi hann, bar verðið og lagði fyrir fætur postulanna.