IIII.

En andinn segir skilmerkilega það á síðustu tímum munu nokkrir af falla frá trúnni og gætur gefa að sviksamlegum aundum og djöflalærdómum fyrir þá sem í smjaðran lygimælendur eru og forbrenndar samviskur hafa, fyrirbjóðandi að giftast og að bindast þeirrar fæðu sem Guð hefur skapað til meðtöku trúuðum meður þakkargjörð og þeim sem sannleikinn viðurkenna. [ Því að öll Guðs skepna er góð og ekkert burtskafanlegt það með þakkargjörð meðtekið verður því að það helgast fyrir Guðs orð og bænina.

Nær ú ert þetta bræðrunum fyrirleggjandi muntu vera góður þénari Jesú Christi sem uppalinn er í orðum trúarinnar og góðum lærdómum, hverjum þú hefur hér til eftirfylgt. En fánýtar aldraðar kvennaskröksögur forðast þú.

En ven þú sjálfan þig heldur guðrækinn því að líkamleg iðkan er til lítils nytsamleg. En guðrækni er til allra hluta nytsöm, hafandi þessa lífsins fyrirheit og so hins eftirkomanda. Þetta er vissileg sannindi og dýrmætt verðugt orð. Því að til þess sama erfiðum vér einnin og verðum formæltir um það vér höfum vonað upp á lifanda Guð, sá sem að er frelsari allra manna en sérdeilis trúaðra. Þetta boða og kenn. Enginn forsmái þína æsku heldur vert fyrirmynd trúaðra í orðinu, í breytninni, í kærleikanum, í andanum, í trúnni, í hreinlífinu.

Vert iðinn með lesningum, með áminningum, með kenningum, þangað til að eg kem. [ Gleym ekki þeirri gáfu sem þér er gefin fyrir spádóma með handaupplegging öldunganna. Iðka þetta og umgakk so að þinn frami sé opinber hverjum manni. Haf gát á sjálfum þér og á lærdóminum og blíf í þessum greinum. Því ef þú gjörir þetta munt þú sjálfan þig hjálplegan gjöra og þá sem þér heyra.