VII.

Þetta er það orð hvert að skeði af Drottni til Jeremía, segjandi: [ Gakk þú í dyrnar á húsinu Drottins og prédika þar þetta hið sama orð og seg: Heyrið orð Drottins, þér allir af Júda sem um þessar dyr inngangið að tilbiðja Drottin.

Því so segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Betrið yðvarn lifnað og athæfi, á vil eg byggja hjá yður í þessum stað. Treystið ekki upp á lygina þá þeir segja: [ „Hér er musteri Drottins, hér er musteri Drottins, hér er musteri Drottins“ heldur þá yfirbætið yðvarn lifnað og athæfi so að þér gjörið rétt hver öðrum og þeim ókenndum, föðurlausum og ekkjum þá gjörið ekki neitt ofríki og úthellið ekki neinu saklausu blóði í þessum stað. Og eftirfylgið ekki annarlegum guðum til yðars eiginlegs óbata. Þá vil eg um aldir og ævinlega búa hjá yður í þessum stað, í því landinu sem eg gaf yðar forfeðrum.

En nú treysti þér upp á lygar sem engi gagnsemi er að. Þar til með þá eru þér þjófar og manndráparar, hórkallar, meinsærismenn og berið reykelsi Baal og eftirfylgið annarlegum guðum sem þér þekkið ekki. Þar eftir á þá komi þér og gangið fyrir mig í þessu húsi sem að nefnt er eftir mínu nafni og segið: „Það hefur öngva neyð með oss af því vér gjörum svoddan svívirðing.“ Hvert haldi þér þá þetta húsið sem að nefnt er eftir mínu nafni fyrir eitt spillvirkjabæli? [ Sjá þú, eg sé það vel, segir Drottinn.

Gangið burt til míns staðar í Síló þar sem mitt nafn hefur áður búið og hyggið að því hvað eg hefi þar gjört fyrir illsku sakir míns fólks Ísrael. [ En eftir því að þér fremjið allir svoddan hluti, segir Drottinn, og eg læt alla tíma prédika fyrir yður og þér viljið ekki heyra, eg kalla og þér viljið ekki andsvara, þá vil eg gjöra við það húsið sem nefnist eftir mínu nafni, á hvert þér treystið, og við þann staðinn sem eg gaf yðar forfeðrum eins líka so sem eg gjörða við Síló og eg vil í burt kasta yður frá mínu augliti líka sem að eg hefi í burt kastað öllum yðar bræðrum, því gjörvöllu sæði Efraíms.

Og þú skalt ekki biðja fyrir þessu fólki og þú skalt ekki neina kveinstafi né bænastað frammi hafa fyrir því og ekki tjá þeirra mál fyrir mér því að eg vil ekki bænheyra þig. [ Því sér þú ekki hvað þeir gjöra í þeim stöðunum Júda og á strætunum til Jerúsalem? Börnin þau lesa viðinn til samans, þá uppkveikja feðurnir eldinn og konurnar hnoða deigið so að þær baki brauðkökuna þeirri himnesku [ Meleket og gefa þeim annarlegum guðunum drykkjaroffrið so að þeir gjöri mér til meins. En þeir skulu ekki mér þar með meinsemd gjöra, segir Drottinn, heldur þeim sjálfum og þeir hljóta til skammar að verða. Þar fyrir segir Drottinn: Sjá þú, mín reiði og mín grimmd er úthellt yfir þennan stað, bæði yfir menn og fénað, yfir trén í skóginum og yfir þann ávöxtinn landsins, og hún skal brenna so það enginn kunni út að slökkva.

So segir Drottinn Sebaót, Guð Ísraels: Leggið yðart brennioffur og aðrar fórnir til samans og etið kjötið. Því að eg hefi hvorki sagt né boðið yðar forfeðrum af brennioffri eður öðrum fórnfæringum á þeim degi er eg útleidda þá af Egyptalandi. En þetta bauð eg þeim og sagði: „Hlýðið mínu orði, so vil eg vera yðar Guð og þér skuluð vera mitt fólk og gangið á öllum þeim vegum sem eg býð yður so að það skuli vegna yður vel.“ En þeir vildu ekki heyra né sín eyru þar að hneigja heldur gengu þeir eftir sínu eigin ráði og eftir þeirra sjálfs vondslegu hjartans hugboði og gengu so á bak aftur en eigi áfram.

Já, í frá þeim degi þá eg útleidda feður yðra af Egyptalandi og allt til þess dags þá hef eg alla tíma sent til yðar alla mína þjónustumenn, þá prophetana. En þeir vilja ekki mér heyra né sín eyru þar til hneigja heldur eru þeir harðsvíraðir og gjöra verra en þeirra forfeður gjörðu. Og þó eð þú segir þeim allt þetta þá heyra þeir það þó ekki, kallir þú til þeirra þá svara þeir þó eigi. Þar fyrir seg þú svo til þeirra: Þetta er það fólkið sem ekki vill heyra Drottni Guði sínum né yfirbæta sig. [ Trúin er í burtu horfin og útstlitin af þeirra munni.

Raka þú þitt höfuðhár í burt og kasta því frá þér og kveina sárgrætilegana á þeim hæðunum því að Drotinn hefur þessu slekti (á hvört hann er reiður) í burt kastað og útskúfað. Því að börnin Júda gjöra illt fyrir mínu augliti, segir Drottinn. Þeir setja sína svívirðing inn í það húsið sem að nefnt er eftir mínu nafni til að saurga það og þeir byggja altari Tófet í Ben-Himmondal so að þeir uppbrenni þar sína syni og dætur, hvað eg hefi aldregi boðið og eigi hefur mér það til hugar komið.

Þar fyrir, sjá þú, sá tími kemur, segir Drottinn, að það skal ekki meir kallast Tófet og Ben-Hinnömdalur heldur Morðdalur og þar skal grafið vera í Tófet af því þar mun ekki fást annars staðar rúm til. [ Og líkamar fólks þessa skulu verða fuglum loftsins og dýrum jarðarinnar að átu og enginn skal í burt styggja þau þaðan. Og eg vil í stöðum Júda og á strætunum til Jerúsalem í burt taka það gleðinnar og fagnaðarhljóðið og þá raustina brúðgumans og brúðarinnar það landið skal í eyði vera. [

Á þeim sama tíma, segir Drottinn, munu útköstuð þau beinin konunganna í Júda, þau beinin þeirra höfðingjanna, þau beinin þeirra prestanna, þau beinin þeirra prophetann, þau beinin þeirra borgarmannanna til Jerúalem, í burt úr þeirra leiðum og þeir munu útdreifa þeim undir sólina, tunglið og allar himneskar hersveitir hverjar þeir elskuðu, hverjum þeir þjónuðu, eftirfylgdu, vitjuðu og tilbáðu. Eigi skulu þau samanlesast aftur og grafin vera heldur skulu þau verða að saurindum jarðarinnar. Og allir þeir sem eftir munu vera af þessu fólki í hverjum helst stað sem þeir munu staddir vera þangað sem eg hefi þá í burt rekið þá skulu þeir heldur vilja vera dauðir en lifandi, segir Drottinn Sebaót.