XI.

Sálmur Davíðs að syngja fyrir

Eg treysti á Drottin. Hvernin segi þér þá minni sálu það hún skuli fljúga sem skógarfugl upp á yðar fjöll?

Því að sjá þú, hinir óguðlegu spanna sinn boga og leggja sínar örvar á streng að þeir heimuglega skjóti hina réttferðugu þar með.

Því að grundvöllurinn brutu þeir niður að grunni. [ Hverju skal sá réttláti til vegar koma?

Drottinn er í sínu heilögu musteri, á himnum er Drottins tignarsæti, hans augu sjá þar upp á, hans augahvarmar reyna mannanna sonu.

Drottinn hann reynir hinn réttláta, hans sála að hatri hefur hinn óguðlega og þá sem illskuverkin gjarnan fremja.

Hann mun rigna láta yfir hina óguðlegu eldflaugum, eldi og brennisteini og stormviðrið mun hann þeim að verðlaunum gefa.

Drottinn er réttlátur og elskar réttlætið, þar frir að [ þeirra andlit lítur á það hvað réttferðugt er.