XXIIII.

Og Davíð samansafnaði öllum höfðingjum í Ísrael og so prestum og Levítum. [ Og hann lét telja Levítana, tvítuga og þaðan af eldri. Og þeirra tala, höfuð fyri höfuð, var átján og tuttugu þúsundir hraustra manna. Af þeim voru skikkaðar tvær þúsundir og tuttugu að þjóna í Drottins húsi og sex þúsund fyrirsjónarmenn og dómarar og fjórar þúsundir dyravörslumanna og fjórar þúsundir þeirra sem lofa Drottin á alls kyns hljóðfæri sem hann hafði gjört til lofgjörðar. [

Og Davíð greindi þá í sundur eftir sonum Leví sem voru Gerson, Kahat og Merarí. [ Synir Gerson voru Laedan og Símeí. En synir Laedan: Sá fyrsti Jehíel, Setan og Jóel, þeir þrír. En synir Símeí voru Salómít, Hasíel og Haran, þeir þrír. Þessir voru þeir höfðingjar á meðal feðranna af Laedan. Og þessir voru og so synir Símeí: Jahat, Sína, Jeús og Bría, þessir fjórir voru og synir Símeí: Jahat þann fyrsti, Sísa annar. En Jeús og Bría höfðu ekki marga sonu og því voru þeir reiknaðir fyrir eins föðurs hús.

Synir Kahat voru Amram, Jessehar, Hebron og Úsíel, þeir fjórir. [ Synir Amram voru Aron og Móses. Og Aron varð fráskilinn so að hann var helgaður til þess allrahelgasta, hann og hans synir ævinlega, að veifa reykelsi fyrir Drottni, að þjóna og að blessa í Drottins nafni ævinlega. Synir Móse, þess Guðs manns, voru reiknaðir í Levítanna ætt. [ Og hans synir voru Gerson og Elíeser. Synir Gerson: Þann fyrsti var Sebúel. Synir Elíeser: Þann fyrsti var Rehabja. Og Elíeser hafði öngva aðra sonu. En synir Rehabja voru mjög margir. Synir Jesehar var Salómít þann fyrsti. Synir Hebron voru Jería þann fyrsti, Amarja annar, þriðji Jesahíel, fjórði Jakmeam. Synir Úsíel voru inn fyrsti Míka og annar Jesía.

Synir Merarí voru Mahelí og Músí. [ Synir Mahelí voru Eleassar og Kís. Eleasar deyði og hafði ekkert afkvæmi af sonum til, utan dætur, og synir Kís, þeirra bræður, tóku þær. Synir Músí voru Mahelí, Eder og Jeremót, þeir þrír. Þetta eru synir Leví meðal þeirra feðra húsa og þeir æðstu feður sem að reiknaðir voru með nöfnum, höfuð fyrir höfuð, hverjir að frömdu þjónustugjörðina í Drottins húsi, tuttugu ára og þaðan af eldri. Því Davíð sagði: „Drottinn Israelis Guð hefur gefið sínu fólki hvíld og mun búa í Jerúsalem ævinlega.“

Og synir Leví voru taldir á meðal Levítanna tvítugir og þaðan af eldri, þeir eð ekki þurftu að bera tjaldbúðina og öll hennar ker heldur eftir Davíðs seinustu orðum: [ Að þeir skyldu standa undir Aronsona höndum til að þjóna í Drottins húsi út í garðinum og að kistunni og að hreinsuninni og að allsháttar helgidómi, að allri þjónustugjörð í Drottins húsi: Að skoðunarbrauðunum, að similiumjölinu, að matoffrinu, að ósýrðum kökum, að pönnum, að ristum, að öllum viktum og mælir og að standa á mornana að þakka og lofa Drottin, eins og á kveldin, og að færa Drottni allar brennifórnir, á þvottdögum, nýmánuðum og hátíðum, eftir tölu og skikkan að alldödli fyrir Drottni og að þeir skyldu halda vakt hjá vitnisburðarins og helgidómsins tjaldbúð og synir Aron og þeirra bræður að þeir þjóni í húsi Drottins.