Annar S. Páls

pistill til Timotheum

Páll, postuli Jesú Christi, fyrir Guðs vilja, eftir fyrirheitinu lífsins í Christo Jesú

mínum elskulega syni Timotheo:

Náð, miskunn, friður, af Guði föður og Christo Jesú vorum Drottni.

Eg þakka Guði þeim er eg þjóna í frá langfeðgum mínum í hreinnri samvisku það eg óaflátanlega minnunst þín í mínum bænum dag og nótt og það mig forlengir eftir þig að sjá (nær eg hugleiði þín tárföll) upp á það eg uppfylldist fögnuði, íhugandi þá flekklausa trú sem í þér er og áður fyrri byggði með þinni ömmu Laide og með þinni móður Eunike. Eg em þess fullviss það einnin með þér. [

Hvar fyrir eg áminni þig það þú uppvekir þá Guðs gjöf sem í þér er fyrir upplegging minna handa. Því að Guð hefur ekki gefið oss hræðslunnar anda heldur sannleiksins og kærleiksins og bindindis. Fyrir því skammast þín ekki vors Drottins vitnisburðar né míns, hans bandingja, heldur með þolugur vert evangelio so sem að eg, eftir Guðs krafti, þeim oss hefur hjálplega gjört og kallað með heilagri kallan, ekki eftir vorum verkum heldur eftir sinni fyrirhyggju og náð, hver oss er gefin í Christo Jesú fyrir veraldarinnar upphaf en nú opinberuð er fyrir auglýsing vors lausnara Jesú Christi sá sem dauðann hefur svipt magtinni en lífið og ódauðlegleikinn í ljós leitt fyrir evangelium, í hvert eg em settur prédikari, postuli og lærari heiðinna þjóða, hvers vegna eg líð þetta. [ En eg skömmunst mín þess ekki því að eg veit á hvern eg trúi og em fullvís það han kann það að varðveita hvað mér er tiltrúað allt til hins sama dags.

Hegða þér eftir fyrirmynd þeirra heilsusamlegra orða sem þú hefur heyrt af mér út af trúnni og kærleiknum Christo Jesú. Það hið góða sem þér er tiltrúað það varðveit fyrir heilagan anda sem í oss byggir. Því að þú veist það þeir hafa allir frásnúist mér sem í Asia eru, meðal hverra er Phygellus og Hermogenes. [ Drottinn gefi miskunn heimkynni Onesiphori því að hann hefur oftsinnis mig endurnært og af minni járnviðju hefur hann sér ekki feilað heldur þá hann var í Róm leitaði hann mín sem innilegast og fann mig. [ Herrann gefi honum það hann finni miskunn hjá Drottni á þeim degi. Og í hversu mörgu hann hefur mér þjónustu veitt til Epheso það veistu allra best.