IIII.

Einn skynsamur maður lærir Guðs orð gjarnan og hver sem elskar viskuna hann heyrir gjarnan þar til.

So sem vatnið slökkur eld loganda líka so afmáir ölmösugjörðin syndina. [ Og hinn hæðsti endurgjaldari mun þess síðar minnast og við hjálpa honum í ólukkunni.

Kæri son, láttu hinn fátæka öngva neyð líða og vert ekki harður við hinn nauðþurftuga. [ Fyrirlít ekki hungraðan og stygg ekki þann hinn nauðþurftuga í sinni armóð. Sorgfullu hjarta auk þú ekki meira harm og gef þú snarlega gjöfina þeim hinum nauðþurftugu. Nei kveð ekki við bæn hins nauðþurftuga og auma og snú ekki ásjónu þinni frá hinum fátæka. Vend þínum augum ekki frá nauðþurfanda manni so að hann klagi ekki yfir þig það sá sem hann skapað hefur heyrir hans bæn nær hann með hryggu hjarta klagar yfir þig.

Vert ekki þrætusamur fyrir réttinum og halt þinn dómara í heiðri. [ Heyr þú hinn fátæka gjarnan og svara honum vinsamlega og með hógværð. Hjálpa honum sem fyrir ofríki verður af þess hendi sem honum gjörir órétt og vert ekki bljúgur þá þú skalt dæma. Halt þig sem einn faðir við föðurleysingjana og so sem einn húsbónda við þeirra móður og muntu vera so sem sonur Hins allra hæðsta og mun hann þig elskari hafa heldur en þín móðir hefur þig. [

Viskan upphefur sína sonu og tekur við þeim sem hennar leita. [ Hver hana elskar sá hefur lífið kært og hver hennar glöggt leitar mun mikinn fögnuð hafa. Hver á henni fast heldur mun mikinn heiður öðlast og hvað sem hann áformar þar mun Drottinn gefa lukku til. Hver Guðs orð heiðrar sá gjörir rétta Guðs þjónustu og hver hann elskar það á þeim hefur Drottinn elsku. Sá sem viskunni heyrir hann kann að kenna öðru fólki og sá sem sér til hennar heldur mun háskalaust búa. Hver falslaus er sá mun hana öðlast og hans eftirkomendum mun vel veita. Og þó hún með fyrsta hegði sér öðruvís við hann og gjöri honum angist og þyngsl og reyni hann með sínum vendi og freisti hans með sinni tytting þar til að hún finnur að hann er falslaus, so mun hún þá aftur til hans koma á réttan veg, gleðjandi hann og sína heimuglega hluti fyrir honum opinbera. En finnist hann með falsi so fyrirlætur hún hann so að hann hlýtur að fordjarfast.

Kæri son, gæt þú tímans og vara þig við rangri sök. Og skammast þín ekki sakir þinnar sálar að játa það sem rétt er. Því maður má so skammast sín að hann drýgi þar synd með og hann má skammast sín að hann hafi þar af náð og heiður. [ Lát þig öngva persónu bifa þér til skaða né skelfa þig þér til fordjörfunar. Játa heldur réttinn einarðlega þegar maður skal öðrum mönnum hjálpa það fyrir meðkenningina opinberast sannleikurinn og rétturinn.

Mæl þú ekki í móti sannindunum, láttu heldur sneypuna yfir þig ganga hafir þú í nokkri sök villt farið. [ Skammast ei að játa hvað þú hefur farið villt og kepp ekki á móti straumnum.

Þjóna ekki [ heimskum manni í sinni sök og lít ekki á hans magt. Forsvara heldur sannleikann allt til dauða og mun Guð Drottinn fyrir þig stríða.

Vertu ekki so sem þeir er sig með miklum orðum tilbjóða en gjöra þó alls ekki þar til.

Ver ekki león í þínu húsi og enginn ofríkismaður við þína heimahjú. Þín hönd skal ekki opin vera jafnan við að taka en afturlukt til að gefa.