X.

En eg, Páll, beiði yður fyrir góðgirnd og hógværi Krists, sá að í nálægð er lágur yðar á milli en í fjarska em eg djarfur við yður. [ Því bið eg yður það mér sé ekki þörf nálægum djarflega að höndla og þá djörfung frammi hafa sem mér verður tillögð viður suma, þeir oss akta sem gengu vér eftir holdsins plagsið. Því þótt vér göngum í holdinu þá stríðum vér þó eigi eftir holdlegum plagsið. Því að herskrúði vors riddaraskapar er eigi holdlegur heldur máttugur fyrir Guði til niðurbrots þeirrar staðfestu hvar með vér niðurbrjótum þann ásetning og alla hæð sem að sig upphefur í gegn Guðs viðurkenningu og að herfangi tökum alla skynsemd undir Krists hlýðni og erum reiðubúnir að hefna allrar óhlýðni þá er yðar hlýðni er uppfylld. Dæmi þér eftir áliti.

Treystir nokkur þar upp á það hann sé Krists, þá þenki sá einnin þetta hjá sjálfum sér það líka sem hann heyrir Kristi til so heyrum vér einnin Kristi til. Og þó að eg hrokaði mér nokkuð framar út af þeirri vorri magt sem Drottinn hefur oss gefið yður til betrunar og ekki til fordjörfunar þá munda eg þó ekki til skammar verða (en þetta segi eg) – upp á það þér látið yður ei þykja sem hefða eg viljað skelfa yður með bréfum. „Því að þau bréfin“ segja þeir „eru þung og sterk en nálægð líkamans er veik og málið er forsmánarlegt.“ [ Hver þess konar er hann þenki það líka so sem vér erum með orðum í bréfunum í fráverunni so dirfunst vér einnin að vera með gjörninginum í nálægðinni.

Því að vér dirfunst ekki að reikna oss eður telja meðal þeirra sem sig sjálfa lofa. En með því þeir meta sig hjá sjálfum sér og halda so einasta nokkuð út af sér sjálfum þá undirstanda þeir ekkert. En vér hrósum oss ekki yfir mál fram heldur alleinasta eftir skammti þeirrar reglu þar eð Guð hefur oss þann skammt með afmetið að geta náð einnin allt til yðar. Því að vér förum ekki oflangt í frá so sem að hefðum vér eigi náð getað allt til yðar. Því vér erum komnir allt til yðar með Krists guðsspjöllum og hrósum oss ekki fram yfir það mál í annarlegu erfiði og vonum nú, nær yðar trú frjóvgast í yður, það vér munum víðara komast eftir vorri reglu og prédika einnin þetta evangelium þeim sem hinumegin yður búa og hrósa oss ekki í því sem með annarlegri reglu er tilbúið.