CXXXII.

Lofsöngur í hákornum.

Minnstu, Drottinn, á Davíð og á öll hans mótlæti,

hver eð svór Drottni og trúlofaði Hinum volduga Jakobs: [

„Eg vil ei í herbergi míns heimilis innganga og ei heldur mig uppleggja í minn sængarstað,

mínum augum vil eg öngvan svefn gefa og ekki heldur mínum augabrám nokkurn svefn höfga

allt þangað til eg finn Drottni einn stað, til íbyggingar þeim Guði Jakob.“

Sjá þú, vér heyrum út af þeim hinum [ sama í Efrata, vér höfum hann fundið á völlunum skógarins.

Vér viljum innganga í hans tjaldbúð og tilbiðja fyrir hans fótskör.

Drottinn, hef þig upp til þinnar hvíldar, þú og örkin þíns [ kraftar. [

Þína kennimenn lát íklæðast réttvísinni og þína heilaga gleðja sig.

Svipt ekki í burt ríkisstjórninni þíns hins smurða, vegna þíns þjóns Davíðs.

Drottinn hann svór Davíð einn sannarlegan eið, þann sama mun hann enda: [ „Út af ávexti kviðar þíns vil eg setja yfir þitt veldissæti.

Ef að synir þínir varðveita minn sáttmála og mína vitnisburði hverja eg mun kenna þeim þá skulu og einnin þeirra synir sitja á þínum veldisstóli ævinlegana.“

Því að Drottinn útvaldi Síon og hefur lysting þar í þeim stað að búa:

„Þetta er mín hvíla um aldur og ævi, hér vil eg byggja því það þóknast mér vel.

Hennar vistir vil eg blessa og hennar fátækum nóglegan brauðsins saðning gefa.

Hennar kennimenn vil eg hjálpræðinu íklæða og hennar heilagir skulu glaðværir vera.

Þar í þeim stað skal uppganga hornið Davíðs, mínum þeim hinum smurða hef eg eitt ljós tilbúið. [

Hans óvini vil eg forsmánni íklæða en yfir honum skal blómgast hans [ kóróna.“